Gagnrýni eftir:
xXx
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég sá xXx um daginn og sé EKKI eftir því! Æðisleg spennu og hasarmynd með flottustu mannveru í heimi! VIN DIESEL!!! Hann er svo æðislegur í þessari mynd að maður getur ekki lýst því.
Þessi mynd er í raun um ungan mann sem hefur atvinnu sína af því að framkvæma ýmiss misheimskuleg áhættuatriði á ýmist snjóbretti eða stolnum bílum...og festa það á filmu.
Hann er síðan uppgötvaður af manni í Bandarísku leyniþjónustunni sem er að leita að mönnum eins og xXx til að ganga til liðs við sig því að glæpamenn þekkja venjulega leyniþjónustumenn auðveldlega út hópnum. Þess vegna þarf einhvern öðruvísi...einhvern sem engum krimma dettur í hug að sé´að vinna fyrir ríkið.....BESTA MYND 2002...sorry...BESTA MYND Í HEIMI...EEEVVVVEEEERRRRR!!!!! Mæli með þessari mynd fyrir alla...sérstaklega stelpur sem fíla fallega, massaða, töffara bera að ofan!!!
The Sweetest Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á The sweetest thing fyrir svolitlu síðan og sé ekki eftir því!
Þessi mynd er svo fyndin að ég lá mestalla myndina á gólfinu fyrir framan sætið mitt í kasti. Cameron Diaz er sjálfri sér lík
og Christina Applegate veldur ekki vonbrigðum. Selma Blair, sem ég sá síðast í Cruel intentions leikur hér manneskju sem lendir í mjög svipað skömmustulegum og vandræðalegum aðstæðum og characterinn hennar úr þeirri mynd. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla nema hneykslunargjarnt fólk. Aðallega mæli ég með þessari mynd fyrir unglingstelpur. ég gaf The sweetest thing jafn margar stjörnur og hún á skilið, hún á ekki skilið 4, því að hún er ekki meistaraverk...en hún er nálægt því...algjörlega ómissandi fyrir fólk sem finnst gaman að hlæja.