Gagnrýni eftir:
America's Sweethearts
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er ekki alveg sammála því sem hér hefur á undan farið því að mér fannst þetta bara ágætis afþreying. Jújú myndin hefur sína galla t. d. veit maður strax í byrjun hvernig hún á eftir að enda, en í heildina var hún vel heppnuð með mikið úrval af góðum leikurum sem gera það gott í myndinni og má þar helst nefna Billy Crystal. Endilega skellið ykkur.
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar að myndin byrjaði var ég mjög spenntur enda átti um meistaraverk að ræða, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég tek undir það að förðun og tæknibrellur hafi verið fyrsta flokks en það sem vantaði var almennilegt handrit plús það að endirinn var alveg óskiljanlegur og bara fáránlegur. En í heildina var myndin alveg fín þó að hefði mátt gera betur.