Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Dreamcatcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með Dreamcatcher, þvi ég var með miklar væntingar. Myndin byrjaði vel en svo þegar leið á varð hun bara hlæileg, Leikararnir stóðu sig vel og gott handrit, en það bara skilaði sér ekki allavega ekki til mín, félagi minn (sem er harður Stephen King aðdáandi) var ekki skemmt þegar ég sagði mína skoðun, en misjafn er manna smekkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sweetest Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sweetest Thing er einhver leiðinlegasta gamanmynd sem ég hef séð, veit ekki hvort það var leikstjórinn Roger Kumble, handritshöfundurinn Nancy Pimental, eða leikararnir sem fóru svona í mig. Fíflalætin voru svo yfirgengileg og vitlaus að annað eins hef ég ekki séð, samt búinn að sjá margar vitlausar en það var þó hægt að hlæja að þeim flestum. Ég vona að ekki verði framhald, ef það verður mun ég ekki sjá hana.


Easy Rider var versta mynd sem ég hafði séð, en þessi er nálægt því að ná henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei