Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Gone in 60 Seconds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stjörnur: 0 (handrit ... nah!!) Bílar: 4 (mikið af fallegum bílum) Angelina Jolie: A+ fyrir að vera sæt á skjánum í ca. 10mín. Hljóð: 4 (bassinn í Kringlubíó A++) Heildareinkunn: handritið var þvílikt sorp og leikurinn var ekki uppá marga fiska þannig að við endum í 12 stjörnu. Ég hafði búist við týpískri Bruckheimer mynd ... hasar ... læti ... spenna o.s.frv. Hasarinn hálfslappur, lætin voru ágæt, en spennan varð aldrei til. Af hverju engin spenna, jú svarið er einfalt ... hræðilegt handrit. Maður bjóst hálfpartinn við bestu bílaatriðum "ever", en þau voru þvímiður ekkert sérstök, eiginlega frekar mikið ýkt og hallærisleg. T.d. get ég mælt með Bullit og Ronin, þar sem eru góðir eltingaleikir. Leikararnir fóru með línurnar sínar eins og þeir væru að lesa þær í fyrsta skipti upphátt í baði. Sérstaklega Cage olli mér mikilum vonbrigðum. Ef þú vilt sjá flotta bíla, heyra flott sánd, sjá Angelinu Jolie í 10 mín og gerir ekki kröfur um neitt meira ... þá skaltu smella þér!!! Annars skaltu forðast þessa mynd eins og heitan eldinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bicentennial Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bicentennial Man er mjög sérstök mynd. Það þarf að horfa á hana með vissu hugarfari. Mér leið eins og ég væri að lesa góða bók þegar ég horfði á myndinna, en á sama tíma fannst mér ég vera að horfa á miðlungs mynd. Þannig að ég gef henni eiginlega tvær einkunnir. Sagan: 3,5 stjörnur Sagan varpar fram skemmtilegri spurningu um "hvað er að vera mennskur". Hins vegar fær maður ekki beint svar við þessari spurningu, heldur fylgir hún manni út úr bíóinu. Sem sagt, myndin (sagan) skilur eitthvað eftir sig. Myndin: 2 stjörnur Tæknilega séð er myndin ágætlega gerð, en það er hins vegar eitthvað sem dregur hana niður, líklega húmorinn hjá Robin Williams. Hann stóð sig annars vel í hlutverkinu sem "vélmennið" Andrews, NEMA þegar hann var með einhvern húmor. Þá breyttist hann strax í "leikarann" Robin Williams.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei