Gagnrýni eftir:
Confessions of a Dangerous Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef lítið sem ekkrt skrifað hér áður en vill byrja á því núna því kvikmyndaáhugi minn hefur aukist stórkostlega á undanförnum vikum. Ég hef horft á nokkur stórvirki og meistarastykki kvikmyndasögunnar að undanförnu og verð ég að segja að þessi mynd fylgir fast á hæla þeirra. Mörgum finnst það máski full mikið lof en ég stend við mitt. Ég fór á þessa mynd án einhverrar vitundar um hvað þessi mynd fjallaði og verð eg að segja að hún kom mér stórkostlega á óvart, ég hló og ég hún fékk mig til að hugsa. Þessi maður Chuck Barris sem mætti líkja við bolta á miðju vegasalti og hann sjálfur veit ekki hvort hann er geðveikur eða eðlilegur og veit eigi heldur hvað skal skilgreint sem eðlilegt hugarangur og eru 2 krakkar sitt hvorumeginn sem berjast um að vera fyrir ofan á vegasaltinu. Ég velti fyrir mér hvort hann hafi í raun verið bilaður frá upphafi og spunnið CIA söguna upp eða hvort þessi undirfeldni og morð hafi látið hann fara yfir um. Leikstjórn George nokkurs Clooney er afbragð og á hann skilið gott og mikið hrós fyrir það og einnig fyrir leik sinn og þá sérstaklega hvenrig hann skilur mann í lausu lofti og leyfir manni að túlka hlutina á sinn máta og maður getur spegúlerað endalaust fram og tilbaka. Ég er ekki sammála þessu hér að ofan um að hann láti þetta lýta út eins og saga Chucks sé sönn, heldur finst mér eins og hann gefi bæði í skin og leyfir manni að finna það út sjálfur, það finnst mér vegna þess að í einu atriði er farið með hliðargötu sem hann átti að hafa myrt mann, rúllandi burt eins og svið í leikhúsi og fær maður tilfinninguna að það hafi verið aðeins í höfðinu á Chuck sjálfum. Einnig verð eg að hrósa öllum leikurum fyrir frábærann leik í alla staði og ekki hægt að velja neinn einn úr, þeir einfaldlega stóðu sig allir mjög vel