Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Exit Wounds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa, með þær upplýsingar í fararteskinu að þetta væri með betri myndum Segals og að nú "væri ferill hans á uppleið". Nei. Ferill Segals er ekki á uppleið frekar en fyrri daginn. Hvernig í ósköpunum helst þessi maður í Hollywood? Maðurinn er gjörsamlega sneiddur leikhæfileikum, hann er úr öllu formi og þessi brögð hans eru orðin leiðigjörn. Um hvað er myndin? Góð spurning. Mér leiddist svo eftir 20 mínutur að ég byrjaði að dotta. Þegar byssuskotin og sprengingarnar voru farnar að vekja mig, ákvað ég að labba út. Ættir þú að eyða 700 kalli í þessa? Ekki ef þú kemst hjá því. Ef þú kemst ekki hjá því, þá getur þú huggað þig við það að Tom Arnold bjargar nokkrum mínutum. Fyndinn karakter.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spy Kids
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já, ég skil ekki alveg hvert leikstjórinn hæfileikaríki Robert Rodriguez (El Mariachi, Desperado) er að fara í sínum ferli, en með Spy Kids virðist hann algerlega hafa verið að vinna sér inn fyrir húsaleigunni. Ekki misskilja mig, Spy Kids er bráðskemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa, ég er bara svolítið vonsvikinn með Robert. Jæja, Spy Kids. Fjallar mömmu og pabba, sem er rænt af stjórnanda barnaþáttar í sjónvarpinu (ó, mamma og pabbi eru ofurnjósnarar). Krakkarnir taka sig til og reyna að bjarga þeim. Góð skemmtun, margar aulalegar tæknibrellur, en hefur að geyma góðan húmór og auðþekkjanlegan stíl Rodriguez sem hjálpa til við að gera þetta að aðeins meira en barnamynd. Niðurstaða: Ef þið eigið 700 kall og megið við að missa hann, farið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei