Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Þær verða alltaf betri og það kemur alltaf meira og meira í ljós. Flottar tæknibrellur og sum atriði eftirminnileg t.d. með Yoda hann kom mikið á óvart og gerði góða mynd betri og fyndnari. Eftir að hafa séð þessa á ég mjög góðar eftirvæntingar eftir næstu mynd. Það voru frábærir bardagar og flott geislasverðs atriði. Það á margt eftir að koma á óvart í næstu mynd og ég hlakka til að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Showtime
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er svolítið ýkt. Engin lögga myndi haga sér eins og fífl. En að sjá Eddie Murphy og Robert DeNiro leika saman er fyndið sérstaklega hvað Eddie er misheppnaður og Robert er rólegur og ég mæli með að sjá hana ef þú vilt sja athyglishúmor eða engan húmor. Annars er ekkert fyndið við hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Fyndin með góðum karakterum róleg alveg þangað til að hann fær kraftinn þá fara hlutirnir að gerast. Mjög flottar tæknibrellur flottur vondikall. En það var skrýtinn endir þannig að ég vona að í næstu mynd skýrist allt og endi betur. Ég mæli eindregið með að sjá hana ef þú ert í stuði til að sjá eitthvað ótrúlegt og skemmtilegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rat Race
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Drepfyndin, hef aldrei séð svona fyndna tilviljana mynd allt gerðist á sama tíma og allir náðu í mark á sama tíma það er góð lexía í henn i þótt ég myndi aldrei vilja fylgja henni. Mörg atriði eru ógleymanleg það er gaman að sjá marga fyndna leikara eins og Jon Lovitz og Rowan Atkinson þeir voru drepfyndnir sérstaklega Hitler eftirherma Jon Lovitz og rödd og setningar Rowan Atkinson. Mæli mikið með henni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei