Gagnrýni eftir:
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Geðveik mynd. Plottið í myndinni er solid. Myndataka geðveik. Frábærir leikarar. John Woo rokkar í þessari mynd.
South Park: Bigger Longer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á South Park og var eiginlega dreginn á myndina. En ég verð að segja alveg eins og er að mér fannst hún hin besta skemmtun og hef ég leitað mjög mikið af spólum með þáttum af South Park eftir bíóferðina. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla þá sem hafa haft gaman af Simpson og einnig þá sem hafa gaman af svona "rugl" myndum því að South Park er hin besta skemmtun.
Bowfinger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vá segi ég núna því að þvílíkt par Steve Martin og Eddie Murphy. Þeir eru rosalegir saman. Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið á mynd því að plottið er virkilega gott og einnig nýtt. Eddie Murphy er frábær sem aulinn sem var vanur að fara sendiferðir en verður óvart leikari. Steve Martin fer á kostum. Sjáið þessa mynd.
eXistenZ
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vá þvílík mynd... er kannski rétta fyrirsögnin. Þessi mynd er RUGL. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur áhugamaður Davids Cronenbergs og mun ábyggilega aldrei verða það. Þessi mynd er virkilega léleg á minn mælikvarða og var ég óðum að leita að dyrunum í bíóinu til að læðast á aðra mynd án þess að mín yrði vart. Sleppið þessari mynd og sparið 400 kallinn.