Náðu í appið
Gagnrýni eftir:

Heiðar



Van Wilder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er með tvær spurningur: Hvað ætlar Hollywood að framleiða mikið svo af myndum og afhverju eru bara svona myndir í bíó?? Van Wilder er enn ein kúkkogpiss unglinga gamanmyndin. Hún bætir engu við það sem við höfum séð áður. Myndin er svo svakalega klisjukennd að mér varð illt. Hún fylgir formúlunni hvernig gerum við heimskulega gamanmynd sem á eftir að græða peninga af unglingum sem gera ekki miklar kröfur til kvikmynda í einu og öllu. Sjaldan hef ég séð jafn fyrirsjáanlega mynd eftir eina mínútu þá veit maður hvernig hún fer. Van Wilder er ekki fyndin, þetta eru allt endurteknir brandarar sem hafa sést ótal sinnum áður og því miður þá eru þeir ekki fyndnir lengur ef þeir hafa þá verið það einhvern tíman. Tara Reid er sæt búið. Þar fær myndin mínar stjörnur og einn eða tvo fyndna brandara. Ekki eyða 800 kr á þessa mynd í bíó, ekki 500 kr. á video - slepptu henni. Ég vil taka það fram svona í lokin að ég fékk frímiða frá vini mínum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er langt síðan ég sá svona góða hryllingsmynd. Maður situr í heljargreipum óttans alla mynd og bíður eftir að öskra og fá hjartaslag. Þó svo að bregðuandriðin séu ekki mörg þá bregður manni mjög mikið þegar þau koma. Allir leikara standa sig vel, þó finnst mér litlu krakkarnir standa sig best. Myndin er vel skrifuð, vel tekin og góð í flest alla staði. Ef ég myndi segja mikið frá söguþráðinum þá myndi það skemma fyrir þeim sem hafa ekki séð myndina, svo ég ætla alveg að sleppa því. Órtúlega spennandi mynd sem tekst að fá mann til að ríghalda í sætið og hárin til að rísa. Myndin nær svo hámarki með frábærum og virkilega scary endi. The Others kom mér virkilega á óvart og verður að teljast ein af bestu myndunum sem hefur komið í bíó á þessu ári. Ef þú hefur gaman að láta hræða úr þér líftóruna, farðu þá á þessa. Ég mæli með eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cats and Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Cats and Dogs er nokkuð skemmtileg mynd. Það er vel hægt að hlæja að henni. Þar er Mr. Tinkles (Sean Hayes í Will & Grace)í fararbroddi sem fyndnasta persónan, að mínu mati. Hugmyndin á bak við myndina er skemmtileg og tæknibrellurnar eru flottar. Allir leikarar sem töluðu inn á myndina stóðu sig ágætlega en Sean Hayes var þó bestur. Þetta er mynd sem allir geta haft gaman að, þó svo þetta sé barna- og fjölskyldumynd. Myndin fær þó stóran mínus hjá mér fyrir endinn, sem er svo amerískur að ég fékk hreinlega æluna upp í kok. Annars mæli ég með myndinni sem góðri skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Battlefield Earth: A Saga of the Year 3000
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

John Travolta er mjög góður leikari en hann hefur ekki alltaf valið bestu hlutverkin til að leika. Með þessari mynd hefur hann náð botninum í lélegum hlutverkum. Þessi mynd er hreint út sagt ömurleg en samt bráðfyndin en bara fyrir það hvað hún er ömurleg. Söguþráðurinn er einstaklega lélegur, leikaranir standa sig fáránlega en annað er ekki hægt miðað við gæði myndarinnar. Ég nenni ekki að telja upp annað við myndina, því allt er ömurlegt við myndina. Ég verð nú samt að mæla með henni, bara svo að fólk sjái hve asnaleg mynd þetta er. Einnig munu allar myndir sem þið eigið eftir að sjá vera góðar (í samanburði við þessa.)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Chris Tucker og Jackie Chan er mjög góðir saman í þessari frábæru mynd sem gefur fyrri myndinni ekkert eftir og er jafnvel betri er sú fyrri. Frábær sumarsmellur þar sem grínið, fjörið og spennan er í fyrirrúmi. Jackie Chan sýnir alls kins kung fu brellur og spörk sem fær mann til að gapa af undrun. En Chris er aðallega með fíflalæti sem fær mann til að hlæja. Mjög góð mynd og gott par.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
AntiTrust
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

AntiTrust er ágætismynd. Helsti galli myndarinnar er sá að hún er of fyrirsjáanleg og nær því aldrei að byggja upp almennilega spennu. Það hefði hún svo sannarlega getað gert. Allir leikarar standa sig ágætlega, þó svo að persónusköpunin sé ekki mjög merkileg. Hugmyndin er góð en það væri hægt að gera enn betri mynd úr henni. Þessi mynd er eiginlega bara svona videospóla, bíðið þangað til að hún kemur út á spólu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kiss of the Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er afbragðs skemmtun, fínt sjá hana í miðri viku. Frábær bardagaatriði, þar sem Jet Li lemur alla í klessu. Jackie Chan er kerling miðað við Jet. Þó svo að handritið sé ekkert sérstakt né leikurinn, þá er þetta góð sumarskemmtun með flottum bardagaatriðum. Reyndar ætti Jet Li að læra aðeins meiri ensku. Fín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blinkende lygter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er gerð af handritshöfundi I Kina Spiser de Hunde. Blinkende Lygter fjallar um nokkra smákrimma og æskuvini sem að stela 4 milljónum danskra króna. Þeir ákveða að flýja til Spánar og ætla hefja þar nýtt líf. En fyrst um sinn fela þeir sig í litlum kofa í skógi á Jótlandi á meðan einn þeirra nær sér af skotsárum. Þar á margt eftir að breytast og margt skrítið mun gerast. Blinkende lygter er góð tilbreyting frá öllum niðursuðu myndunum frá Hollywood. Leikaranir eru stórgóðir og handritið gott. Myndin er fyndin og skemmtilegt en einnig spennandi. Danir hafa sýnt það nú að þeir geta vel gert góðar myndir, eins og þessi er mjög gott dæmi um. Afbragðsskemmtum fyir þá sem vilja sjá eitthvað annað en fjöldaframleiddar poppkornsmyndir frá Hollywood.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dude, Where's My Car?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Guð minn almáttugur, segi ég nú bara!! Djöfull er þetta asnaleg mynd. Húmorinn er í algjöru lágmarki og hann einkennist af einstaka hálfvita -og fimmaurabröndurum sem enginn hlær af. Það kom þó fyrir að ég hló en þá var það bara vegna þess hve óendanlega asnaleg þessi mynd er og hvað húmorinn er barnalegur og heimskulegur. OH! hvað mér finnst svo fyndið að sjá hund reykja hass!!! - Grátlegt! Söguþráður myndarinnar er asnalegur, leikararnir eru lélegir og allt er lélegt. Það eina sem ég gat skemmt mér yfir voru konurnar í myndinni. Dude Where's My Car? er í alla staði asnaleg mynd! Fimm orð sem lýsa myndinni vel: ASNALEG, BARNALEG, ÓFYNDIN, LEIÐINLEG, HEIMSKULEG.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Brother
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar myndin var búin þá spurði ég sjálfan mig, hvað fjallaði þessi mynd eiginlega um? Ég er ekki enn búinn að átta mig á því. Brother hefur eiginlega engan söguþráð. Til þess að segja eitthvað um myndina, þá gengur hún út á það að japanskur glæpakall kemur til Bandaríkjanna og byrjar að drepa hina og þess óþokkana af engri sérstakri ástæðu (Ef einhver ástæða var fyrir morðunum þá fór það fram hjá mér), punktur. Það er örugglega 100 manns drepnir í myndinni, á alls konar máta. Eitt er hægt að segja um myndina, hún er dálítið sick.Það er einnig fáránleg tónlist í myndinni, hún væri mjög góð í klámmynd. Þess vegna fær hún 2 og hálfa stjörnu frá mér. Skrítin mynd en vel þess virði að sjá. Takk
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eye of the Beholder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd skipar sér án efa á meðal þeirra allra lélegusta kvikmynda sögunnar. Það gerist nákvælega ekkert í þessari mynd engin spenna, ekkert. Ömurlegt handrit og hræðilegur leikur. Það er ótrúlegt að svona myndir skulu vera gerðar. Hún er kannski hugsuð sem svefnlyf og er ætluð fólki sem á mjög erfitt með svefn. Þessa mynd á annars bara að brenna og hana á enginn lifandi vera að sjá. Nema hún sé hafa gaman að því að kvelja sjálfan sig! Þessi mynd er gubb.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ÞVÍLÍK SNILLD! Ég hef ekki hlegið svona rosalega á einni bíómynd á minni ævi, og ég er ekki viss um að ég eigi nokkurn tíman eftir að hlæja svona mikið á bíómynd aftur. Það yrði þá ekki mannlegt. Þessi mynd er stórkostleg, það er gert svo mikið grín af öllum þessum helvítis unglinga"hrollvekjum". Og þær eiga þetta svo mikið skilið. Söguþráður Scary Movie er nákvæmlega eins og í öllum þessum unglinga"hrollvekjum" nema það er gert grín að öllu. Útkoman er mesta hláturskast sem þú átt eftir að upplifa! Þeir sem fíla ekki Scary Movie hafa annaðhvort ENGANN HÚMOR, eða vita hreinlega ekki hvað Scream og þessar myndir eru. Wayans - bræðurnir eru algjörir snillingar. Sjáðu þessa og þú drepst úr hlátri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Momma's House
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð hlægileg mynd sem gaman er að sjá þó ekki væri nema til þess að horfa á Niu Long. Hún er alveg nóg. Martin Lawrece er frábær sem Big Momma. Ágætur söguþráður ágætlega leikinn en það þarf ekkert að spá í það. Góð mynd, fyndin og Nia Long ég þarf ekki að segja meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd í New York. Mission Impossible 2 er hreint út sagt rosaleg mynd. John Woo kann sko aldeilis að búa til hasarmyndir og áhættuatriðin eru frábær. MI2 er mjög flott, myndatakan er flott, það er mikið um "slow motion" atriði og dúfur(sem eru örugglega í öllum myndum John Woo, gott dæmi um það er Faceoff) sem gera myndina mjög flotta. Eins og nafnið gefur til kynna er myndin ótrúleg og er ýmislegt í myndinni sem er aðeins mögulegt að gera bíómyndum. Farið að sjá þessa mynd og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Annars kunnið þið ekki að meta góðann hasar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Galaxy Quest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ÞVÍLÍK STEYPA!! er það fyrsta sem mér dettur í hug að um skrifa um þessa mynd. En ólík mörgum steypum er þessi steypa alveg djöfulli fyndinn. Bakvið þessa steypu er góð og sniðug hugmynd þar sem gert er grín af grátlegustu þáttum sem gerðir hafa verið, nefnilega Star Trek og öllum þessum þvílíku furðufólki sem hafa lagst svo lágt að stúdera það hræðilega náttúruslys. Steypan Galaxy Quest er mjög góð gamanmynd sem allir hafa gaman af (líka Star Trek aðdáendur). Ég mæli eindregið með þessari steypu og þú átt eftir að skemmta þér vel, annars kannt þú ekki að meta góða og heilsteypta steypu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frequency
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frequency er frekar skrítin mynd sem fjallar um mann sem nær sambandi við föður sinn gengnum gamla talstöð, en málið er að faðir hans dó fyrir 30 árum í eldsvoða. Hann er sem sagt að tala við föður sinn sem staddur er í fortíðinni en hann sjálfur í nútímanum. Í sameiningu koma þeir í veg fyrir dauða föðurins. Þetta hefur slæm áhrif því að nú fer allt líf sonarsins að breytast til verri vegar. Þá hefst kapphlaup við tímanum til að breyta fortíðinni þannig að framtíðin verði betri og allir verði happy. Nokkuð góð spennumynd, góð hugmynd, fínn söguþráður sem er raunsænari en flestar þeir myndir sem fjalla um álíka efni. Vel þess virði að sjá hana því hún er hin fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Being John Malkovich
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er einhver sú allra frumlegasta og furðulegasta mynd sem ég hef séð. Hún er hrein snilld. Söguþráðurinn er algjör snilld og ótrúglega skrítinn. Ég vil eiginlega ekkert lýsa söguþráðnum, þú verður bara að sjá myndina. Margir góðir leikarar leika í myndinni t.d. Cameron Diaz, ég held að myndin hafi verið hálfnuð þegar ég fattaði að þetta væri hún. Hún er svo óþekkjanleg. Myndin er þvílíkt fyndin og bara frábær skemmtun, sem allir verða að sjá. Góða skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scream 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki sagt að þessi mynd sé vonbrigði, þar sem hinar myndirnar eru frekar slappar. Áður en ég fór að sjá myndina bjóst ég við ömulegri mynd, en raunin varð nú önnur myndin er bara nokkuð sæmileg. Já, ég hló nú nokkuð en öskraði ekkert, það voru nú aðrir sem sáu um það. Mér brá reyndar nokkrum sinnum, en ekki nóg. Leikarar eru frekar slappir líkt og áður. Persónur eru jafnheimskar og áður. Handrit sæmilegt en myndin sjálf er nokkuð flott. Ég verð að lýsa ánægju minni með það að það eigi ekki að gera fleiri Scream myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pitch Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík leiðindi, þessi mynd er algjör tímasóun. Myndin er illa leikin, asnaleg og eina ástæðan fyrir því að ég gef henni eina stjörnu er að myndatakan er flott einstaka sinnum. Það er ekkert sem heitir spenna í myndinni, söguþráðurinn er lélegur og mjög mislukkaðuð skrímsli einkenna þessa mynd. Leggið frekar peninginn inn á banka eða kaupið nammi, bara eitthvað allt annað en að eyða þeim í þetta DRASL! (Ég tek það fram að mér var boðið sem betur fer annars hefði ég heimtað endurgreiðslu.)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bicentennial Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ein af þeim lélegri sem ég hef séð. Þessi mynd byrjar ágætlega og svona fram að hléi. En eftir hlé. Þvílík væmni og leiðindi. Þetta er ótrúlega langdregin mynd. Rúmlega tveir tímar, þar af af ca. klukkutími af væmni. Myndin spannar 200 ár og gerir það ekkert nema að rugla mann og gera myndina leiðinlegri. Í lokin veit maður ekkert lengur hver er hver. Leikarar eru sæmilegir en í heild leiðinleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stir of Echoes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér mikið á óvart. Reyndar vissi ég ekkert um hana áður en ég fór á hana. Kevin Bacon er góður í hlutverki sínu. Þetta er mynd þar sem manni bregður og verður jafnvel hræddur. Myndin er óhugnaleg, spennandi og fyndin. Þetta er mynd sem ég mæli með, ekki nema þú sért veikur fyrir hjarta. Þú gætir fengið hjartaáfall.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, hvað getur maður sagt um þessa mynd annað en.... þvílík SNILLD!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dobermann
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík hörmung! Að það skuli vera hægt að gera svona lélegar myndir. Í flestum myndum sem fjalla um baráttu löggu og glæpamanna gerir maður greinamun á löggunni frá bófunum. En í þessari mynd er ekki möguleiki að vita hver er hvað. Þessi mynd er hrein leiðindi frá fyrstu mínútu. Hún fjallar ekki um neitt. Maður veit ekkert afhverju "löggan" er á eftir bófunum. Þessi mynd fjallar ekki um neitt nema tilgangslaust ofbeldi og dóp. Ég gef myndinni hálfa stjörnu vegna eins prests sem er með vondu mönnunum. Hann var eini coolistinn í myndinni og þokkalega ruglaður. En á heildina litið er þessi mynd hrein hörmung og viðbjóðslega leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Psycho
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frekar leiðinleg mynd. Hún er ekkert spennandi og frekar illa leikin nema þá kannski Vince Vaughn sem leikur Norman Bates. Hann er það eina sem gerir það að verkum að ég gef myndinni eina og hálfa stjörnu. Lokaatriðið var líka gott. En samt finnst mér endirinn asnalegur. Alls ekki 650 kr. virði og ég mæli frekar með gömlu myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Kid
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð og vel gerð mynd. Mæli tvímælalaust með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mulan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórgóð teiknimynd sem fjallar um stelpu sem gengur í herinn sem karlmaður. Eddie Murphy fer á kostum, en hann talar fyrir dreka sem að hjálpar Mulan. Ég get alveg mælt með þessari mynd. Fullorðnir geta alveg eins haft gaman af henni og börn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Private Ryan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einfaldlega frábær mynd, vel leikinn og raunsæ. Fyrstu ca. 25 mín. þegar þeir eru að ráðast inn í Normandí er besta atriði sem ég hef séð í bíómynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei