Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Never Say Never Again
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd varð til fyrir þær sakir að Kevin McClory sem skrifaði bókina Thunderball ásamt Ian Fleming fór í mál við BroccoliSaltzman og vann en í stað skaðabóta fékk hann að gera mynd, það var að sjálfsögðu endurgerð á Thunderball en hann varð að gera hana eftir 1974. McClory fékk til liðs við sig engan annan en Sean Connery sem snéri til baka, aftur, í hlutverk James Bond. Úrvalsleikstjórinn Irvin Kershner sem er einnig þekktur fyrir að hafa leikstýrt Return of the Jedi ásamt fleirum myndum. Auk Connery's fara Kim Basinger, Barbara Carrera, Edward Fox, Klaus Maria Brandauer og Max Von Sydow með stór hlutverk. Þrátt fyrir einvala lið leikara nær myndin aldrei því að verða "Bond mynd", allt trademark eins Waltherinn, Byssuhlaupsbyrjunin og Vodka-Martini ásamt Bond-laginu er sárt saknað í meðal mynd sem var búið að gera áður og betur 1965. Þrátt fyrir það mæli ég með fyrir alla Bond aðdáendur að sjá þessa mynd vegna þess að þarna er en nokkurt líf Connery.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mickey Blue Eyes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mickey Blue Eyes er með skemmtilegri rómantískum gamanmyndum síðari ári að því leyti til að hún er fyndin. Hugh Grant og James Caan sýna báðir mjög góðan leik en sá síðarnefndi fer á kostum. Grant leikur breskan listaverkasala í New York, hann er trúlofaður dóttur mafíósa (en veit ekki að því). Reyndar hittir hann föðurinn og klíkuna áður en hann biður hennar en er ótrúlega grunlaus. Hann tekur þann greiða að sér að bjóða upp málverk eftir son guðföðursinsen þau mál vinda upp á sig og eftir það verður líf þeirra þriggja aldrei samt. Frábær skemmtun, góður leikur og góð gamaldags tónlist gerir myndina að ógleymanlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apt Pupil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórgóð mynd með góðum leikurum ein besta mynd gerð eftir Stephen King sögu fyrir utan The Shining. -ONE TO WATCH-
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Payback
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi snilldarlega mynd með Mel Gibson í hörkuformi segir frá smákrimmanum Porter sem er svikinn af vini sínum og eiginkonu út af 70.000 dollurum og er skilinn eftir nær dauða en lífi. Hann ákveður að hefna sín og fá sinn skerf. Frábær mynd með Mel Gibson í óvanalegu hlutverki. David Paymer er góður sem lúser. Gregg Henry sem "vinurinn", Maria Bello sem ástkonan og James Coburn og Kris Kristofferson ásamt William Devane góðir í sínum hlutverkum. ONE TO WATCH-definatly.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Avengers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Illa leikin mynd um breska spæjara. Byggð á vinsælum þáttum frá sjöunda áratugnum um John Steed og Emmu Peel. Sean Connery sýnir ágæta takta sem brjálæðingurinn August de Winter. En handritið er of lélegt og loka bardaginn arfaslakur. Þessa mynd hefði aldrei átt að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei