Gagnrýni eftir:
Cube
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég fyrst heyrði um þessa mynd þá vissi ég ekki við hverju væri að búast. Ég horfði á hana með nokrum vinum mínum og svo virtist vera að þetta væri ágætis skemmtun. Hún var víst mjög vinsæl á sínum tíma. Ég dái myndir sem maður getur horft á aftur og aftur þó maður viti hvað mun gerast. Því að í svona vísindatrilli þá gerist það sem maður hefur ekki gaman að sjá.
Þessi mynd fannst mér frumleg á ímsum köflum og mjög gott handrit.=Þessi mynd er um sex ólíka einstaklinga sem vakna við vondan draum og sjá að þau eru föst í stórum teningi sem er innbygður af mörgum mynni teningum sem flest allir innihalda dauðagildrum. Þetta fólk saman stendur af löggu,sálfræðingi,reiknissnillingi og einhverfum manni. Og þau átta sig á því að þau verða vinna saman. Þessi mynd fær bara 3 stjörnur út af því að leikurinn hjá þessum óþekktum leikurum sannfærði mig ekki. Enn annars er þetta fínasta afþreying.
Þessi mynd er örugglega ein sú ódýrasta sem gerð hefur verið.
Í allri myndinni er bara notað eina sviðsmynd sem er teningur sem breytir um lit eftir í hvaða herbergi þau fara. Þið skulið endilega leiga þessa.!!
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð bara að taka það fram að þetta er besta mynd sem ég hef séð á ævi mynni. Ég var búinn að bíða eftir þessari mynd heillengi og loksins kom hún í bíó. Við ætluðum í Lúxussalinn í Smárabíó en það var uppselt. Lord of the Rings var sýnd í þremur sölum í Smárabíói en það voru bara nokkrir miðar eftir þegar við keyptum miða. Ég fór með pabba mínum. Ég var búinn að kaupa nammi og ég kom mér vel fyrir. Það var svona tíu mínutur þangað til að myndin byrjaði. Salurinn fylltist af fólki á einni mínutu. Síðan byrjaði myndin. Rosaleg góð byrjun ég horði á myndina án þess að líta af henni hún var svo vel gerð. Verst að J.R.R. Tokien sé dáinn annars hefði hann geta séð þessa snilld með sínum eigin augum. Hann hefði eflaust verið rosa ánægður með þessa túlkun á bókinni sinni (þeir eru reyndar fjórar eins og allir vita). Hún var rosalega vel leikin og góðir og vel valdnir leikarar. Elijah Wood var rosalega sannfærandi sem Hobbitinn Frodo Baggings, Ian Mckellen sem Gandalf og Christopher Lee sem Saruman. Allt frábærir leikarar. Þessi mynd er frábærlega leikstýrð af Peter Jackson. Margir héldu að það væri ómögulegt að kvikmynd þessar sögur en það tókst(það er búið að gera allar myndirnar) en bókin The Hobbit er ótrúlega vel skýrð í fyrstu myndinni. Það tók tvö ár að gera allar myndirnar og mikið ævintýri fyrir leikaranna að leika í þessum myndum. Þessi mynd á örugglega eftir að sópa inn öllum Óskurunum. Lord of the Rings: Fellowship of the Ring var rosalega góð og ég býð spenntur eftir seinni hlutanum The lord of the rings:The two Towers. Þessi mynd skartar góðum leikurum og vel leikstýrð, góðar tæknibrellur og semmtilegt ævintýri. Þannig að ég bið alla að skella sér á þessa mynd og hafa það gott.
Shriek If You Know What I Did Last Friday the 13th
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er drepleiðinleg mynd! Þetta er illa gerð mynd.
Ég meyna það var gott að gera grín af hrollvekju með því að gera scary movie en að gera svona mynd sem er hunleiðinleg.Ég fann ekkert fyndið við hana húmorinn var svo lélegur.eða það var varla einhver húmor. Að blanda saman nokkrum hrollvekjumyndum er skemmtilegt að horfa á en að horfa á þessa blöndun það er niðurlæging við þessar hrollvekjumyndir. Ógeðslega illa leikin . Ég missti oft út úr söguþráðnum og endirin var versti endir sem hægt er að gera ég meyna það.Og allir sígildu brandararnir voru settir í þetta og það kom ömuglega út.Ég var í sjokki eftir myndina svo ömugleg.
Chicken Run
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er um hænur sem reyna að sleppa af bónabæ þar sem þær eru beittar harðræði en allt í einu berast þeim hjálp frá hrokkafullum hana sem þykist geta allt .Mel Gibson fór á kostum sem hrokkafulli haninn. Og hann stóð sig bara vel. Hin besta mynd og vel gerð alveg ótrúleg.
Kevin and Perry Go Large
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð bara að segja það að þetta er leiðinlegasta mynd sem ég hef séð á ævi minni. Lélegur aula húmor. Þessi mynd er um tvo
vini sem eru hreinir sveinar og helsti draumur þeirra er að missa sveindóminn og verða heimsfrægir plötusnúðar . Ég meina er ekki búið að búa til margar svoleiðis myndir t.d. American pie. Þessi mynd er illa leikin, og ég skildi ekkert í söguþráðnum. Hvernig datt þeim þessa mynd í hug. Farið frekar út á svalir og horfðu upp í loftið.
Saving Silverman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta var alveg hræðileg mynd. Ég fór á hana af því að Jason Biggs(American Pie 1,2) lék aðalhlutverkið í henni. Mér fannst hann svo góður í american pie. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa með því að leika í svona bulli. Ég reyndi að finna eitthvað til að hlægja að en það mistókst. Ég meina það. Jason Biggs passaði alls ekki inn í þetta hlutverk. Leikstjórinn Dennis Dugan var góður að leikstýra Big Daddy en að leikstýra þessu hugsar hann ekker um mannorð sitt. Þeir sem ættla að sjá þessa mynd farið frekar út að labba.
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sjálfur er ég mikill Harry Potter aðdáandi. Ég er búinn að lesa allar bækurnar aftur og aftur og ég var búinn að bíða eftir þessari mynd í heilt ár. Ég varð ekki fyrir miklum vonbrigðum með myndina En samt fannst mér Lord of the rings betri .Myndin var fyrirsjáanleg af því að Chris Columbus(leikstjórinn) ætlaði að gera myndina alveg eftir bókinni. Auðvitað hjálpaði J.K. Rowling (höfundur bókarinnar) honum. Hún veit hvernig gluggatjöldin í Griffindorheimavistini(ein af heimavistum Hogwartsskóla) eru á litin. Myndin skartaði góðum leikurum eins og Rupert Grint(Ron),Emma Watson(Hermione)og sá besti Robbie Coltrane(Hagrid). Mér fannst Daniel Radcliffe ekki alveg passa inn í hlutverkið sem Harry Potter en hann var ágætur.Chris Columbus vildi bara hafa breska leikara í myndinni því að hann vildi hafa þetta hreina breska mynd. Tæknibrellurnar voru góðar en samt held ég að Harry Potter myndin vinni ekki inn nein Óskarsverðlaun. Samt held ég að allir fullorðnir ættu að fara á þessa mynd með börnum sínum.Chris Columbus gerði gott með því að vera leikstjóri. En samt var ég mjög ánægður með myndina.
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er besta myndin sem ég hef séð á ævi minni, ég var á nálum alla myndina. Ég var aldrei búinn að lesa bækurnar en ég ætlaði mér að gera það. Verst er að J.R.R.Tolkien sé dáinn annars hefði hann geta séð þessa snild með sínum eigin augum. Það hlýtur að vera mikil upplifun hjá leikurunum að leika í þessum myndum.Það tók þá tvö ár að leika í öllum myndunum. Ég tek það fram að það er búið að gera allar myndirnar . Þessi mynd á örugglega eftir að sópa inn öllum Óskurunum. Hljóðið var gott,klippingin var góð,myndatakan var frábær,hún var vel leikin,vel leikstýrð og allt.Fyndin og góð mynd sem allir ættu að sjá. Ég gef þessari mynd fjórar stjörnur af því að ég aldrei séð svona góða mynd og nú býð ég spenntur eftir framhaldinu.Þetta er bylting í kvikmyndaheiminum.Og ég legg öllum það að taka sér tak og fara á þessa snilld. Nefnið eitthvað sem er leiðinlegt við þessa mynd.