Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Jungle Book 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er alkunna að sumum lögum á ekki að snara yfir á íslensku; sumum bókum á ekki að reyna að koma á hvíta tjaldið - og sumum kvikmyndum ætti ALDREI að gera framhald eftir! Allar Disneymyndirnar sem gerðar voru af Meistaranum sjálfum falla sjálfkrafa í síðastnefnda flokkinn, hefði maður haldið en nei.. Fyrst kom Öskubuska 2 - og ég sagði ekki neitt; svo Pétur Pan 2 - og enn sagði ég ekki neitt...en nú er mælirinn fullur!!!



Skelfing hljóta þeir hjá Disney að vera orðnir fégráðugir (nú, eða féþurfi) til að leggjast svona lágt með helgispjöllum af þessu tagi. Walt gamli myndi þiðna í frystiklefanum ef hann vissi af þessum óskapnaði.



Ef þér er þó ekki nema eilítið annt um gömlu, _góðu_ Disneymyndirnar, þá kauptu þær frekar á næstu myndbandaleigu en skemma góðar minningar með því að horfa á svona misþyrmingu!



- ØV, ØV OG TRE GANGE ØV!!!



Þessi fær eina stjörnu hjá mér samt fyrir Goodman, maðurinn er nánast hinn fullkomni teiknimyndaleikari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei