Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



You've Got Mail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alveg æðislega sæt mynd fyrst og fremst. Rómantísk ástarsaga í óvenjulegri kantinum, ekki of væmin og smá húmor hingað og þangað. Tvær manneskjur sem eru ástfangin á netinu og senda hvort öðru hugsanir sínar í gegnum E-mail en samkeppnisaðilar og þola ekki hvort annað í raunveruleikanum. Ég held að þetta sé samt aðallega paramynd, svona mynd sem maður verður eiginlega að bjóða ástvini á og haldast í hendur alla myndina. Það er líka voðalega sniðugt ef maður kannast sjálfur við þetta, hefur kynnst mjög góðum vin á netinu eða jafnvel kynnst maka sínum þar já, það getur og hefur gerst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei