Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Good Advice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Er þegar fyrst er á litið svona typicall Hollywood formúlu mynd eða semsagt rómantísk gamanmynd. Hún fjallar um stórtækan buissness mann sem hefur allt en þarf síðan að halda út á heldur óvenjulega braut. Charlie sheen leikur buissness mannin og það bara alveg skítsæmilega. Denise Richards leikur eina af konunum hans og verð ég að sega að hún tekur sig mjög vel í hlutverki Tíkarinnar. (greinilega á heimavelli) Auk þess fellur leikur hennar í skugga fegurðar hennar eins og í flestum myndum með henni. Snillingurinn Lovits leikur vin Charlie sem hjálpar honum í gegnum ævintýrið með aðstoðar eiginkonu sinnar sem er ótrúlega vel skrifaður og skemmtilegur character. Síðan en lengst frá því að vera síst er eigandi blaðsins sem Denise vinnur hjá. Hún er gyðja í mannsmynd og ekki skemmir fyrir að hún leikur hlutverk sitt líka mjög vel. Good advice er besta svona formúlu Hollywood mynd sem ég hef slysast til að sjá í langan tíma. Hún er beitt, straight forward og ég er ekki frá því að hún sé hálf dramatísk á einstaka köflum en kímnin þó alltaf efst a baugi. Hún er að vísu ótrúlega fyrirsjáanleg og einföld. En skemmtilega sett upp og ótrúlega vel klippt. Slepjulega væmnin er til staðar en í algjöru lágmarki og bjóst ég við meiru þegar fór að líða undir lok. Ég verð að taka það fram að mér var boðið á þessa mynd og hefði örugglega aldrey annars séð hana en ég mæli eindregið með henni og þá sérstaklega fyrir ykkur þarna úti sem viljið sjá fyndna, einfalda, þægilega og áhorfandavæna mynd og líka fyrir ykkur hin sem eru búin að sjá allt annað í bíó þá held ég að þessi mynd bregðist engum sem fer ekki með of miklar væntingar inní sal. Tvær og hálf því hún kom mér svo ótrúlega á óvart...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Silverman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Er þvílík og önnur eins þjáning að horfa á. Ég sat í sætinu mínu og óskaði að sekondurnar gætu liðið hraðar. En þær urðu bara lengri og lengri og lengri. Ég held að aulinn úr American Pie sé loksins búin að grafa sína eigin gröf. Ég verð bara að vara þá við sem varaðir geta verið þó held ég að það sé hætt að sína hana því ég og vinkona mín vorum eina fólkið í salnum og vonandi það síðasta til að þurfa að upplifa þennan hrylling. Ég hefði gengið út ef ég hefði ekki verið með vinkonu minni sem sjálf var meira að sega fyrir vonbrigðum þrátt fyrir mikin áhuga á Jason Biggs. HORFIÐI FREKAR Á TEXTAVARPIÐ hálfu stjörnuna fær Black sem var líflína myndarinnar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

TÆRASTA TÆRASTA SNILLD. Ég ætla ekkert að rekja söguþráðin en þessi mynd á eftir að verða klassík. Eftir 100 ár þegar allir hafa gleymt Citizen Kane mun Moulan Rouge vera mælieining á gæði 20. aldarinnar. Fólk mun flykkjast að í Moulan Rouge þorpið í Universial Studios og allir munu eiga hana í special edition á DVD. Hún snerti mig og ég skammast mín ekkert fyrir að sega það en ég fór virkilega að hugsa um Frelsi og Ást eftir að ég sá þessa mynd en hver og einn tekur örugglega mismunandi skilaboð frá henni en allir elska. DRÍFÐU ÞIG ÚTÍ BÍL EF ÞÚ ERT EKKI BÚIN AÐ SJÁ HANA OG TAKTU ÁSTINA ÞÍNA MEÐ FARÐU Í LÚXUSSALIN OG KAUPTU ÞÉR BJÓR, ANDAÐU DJÚPT OG GÓÐA FERÐ..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei