Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Midnight Run
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg og fyndin ferð frá byrjun til enda
Midningt Run er frá árinu 1988. Leikarar eru Robert De Niro, Charles Grodin, Yaphet Kotto, John Ashton, Dennis Farina og Joe Pantoliano og er myndin í leikstjórn Marstin Brest sem færði okkur hina eftirminnanlegu Beverly Hills Cop. Myndin fjallar um mannaveiðarann Jack Walsh sem fær það verkefni að finna fyrrum mafíuendurskoðandann The Duke sem sveik peninga út úr háttsettum mafíuósa sem lögreglunni hefur ekki tekist að finna. Jack finnur hann á mettíma og þá hefst ferðarlag þvert yfir Bandaríkin frá New York til Los Angeles með mafíuna, lögguna og samkeppnisaðila Jacks, Marvin á eftir sér allir með sín eigin plön yfir The Duke. Jack þarf að drífa sig með The Duke til New York til að koma honum í fangelsi og til að fá fundarlaunin sín. Ég var ekkert svakalega spennt þegar tilkynnt var að við þyrftum að horfa á þessa mynd ég hélt að þessi myndi vera eins og hver önnur ódýr spennumynd.
En myndin kom skemmtilega á óvart, þetta var frábær ferð frá byrjun til enda og það er nú óhætt að segja að þetta er frábær skemmtun. Brandararnir í myndinni voru mjög góðir, þó sérstaklega atriðin með sígaretturnar á milli Marvins og Alonzo, Marvin- Why don't you quit? It'd be cheaper for both of us. Það var ekki löng bið eftir næsta góða brandaranum og ekki um slappa fimmaurabrandarar að ræða. Samtölin eru vel skrifuð og skemmtileg og þau eru mjög í anda Robert De Niro, full af blóti og húmor sem kemur mjög skemmtilega út og samtölin hjá Jack og Jonathan haldast vel á floti með endalausum spurningum Jonathans. Sambandið milli Jonathans og Jacks var frábært þeir eru fínar andstæður sem smellpassa saman Jack er harðnagli og kallinn í þessu sambandi og Jonathan er mjög rólegur og hagar sér eins og konan í þessu sambandi með vesen og vandræði og pirrar Jack. Myndin var ekki lengi að koma sér að efninu og kom aðalpersónan fljótt til kynna í myndinni. Eftir u.þ.b. 10 mínútur er myndin komin á gott ról og þá byrjar allt fjörið. Danny Elfman sér um tónlistina og hún passar vel inn í atburðarásina og það frábæra er að tónlistin heldur sig við það tímbil sem myndin gerist í, það eru saxafónar, trommur og rokkgítarar notaðir ekki einhverjar væmnar fiðlur. Tólistin heldur sig við 80‘s taktinn hvort sem það er hraður kappakstur undan löggunni eða mjög súrsætt atriði á milli Jonathans og Jacks í endanum á myndinni. Klippingin í myndinni er fín, ég er nú engin snillingur á því sviði en það er klippt á réttum tímum og það er ekki klippt í miðjum samtölum. Tæknibrellurnar í myndinni eru góðar (þegar Jack skýtur á flugvélina og hún springur) en ég tók nú ekki eftir mörgum sem er nú stór plús því að sumar myndir geta farið yfir það strik að einblína meira á tæknibrellurnar en söguna og samtölin sjálf. Sagan sjálf og myndin standa vel á sínum eigin fótum söguþráðurinn er einfaldur aukapersónurnar eru áhugaverðar,skemmtilegar, fyndnar og gera myndina ennþá skemmtilegri. Að mínu mati er leikurinn í myndinni góður, Robert og Charles skila sínu mjög vel þeir haldast vel í karakter og skilja persónuna sína vel með góðri persónusköpun. Bestu atriðin sem standa upp úr að mínu mati eru bílaeltingarleikirnir, atriðin með Jimmy Serrano og líka atriðin með Eddie. Mér finnst nú engin atriði of mikil eða slök þau eru öll frábær á sinn skemmtilega hátt. Ég er nú ekki góð í að fylgjast með boðskapnum í öllum kvikmyndum og ég tók nú ekki eftir boðskapi í Midnight Run, þessi mynd er meira svona skemmtilegur hasar og grín frá byrjun til enda en það sem Jonathan gerði með peningana vitnar nú í Robin Hood að taka af þeim ríku og gefa þeim fátæku.
Hver ætli niðurstaðan þá sé? Midnight Run er frábær mynd með skemmtilegum persónum, góðum söguþráð, vel skrifuðum samtölum, sömuleiðis brandarnir þessi mynd er frábær og mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei