Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki bara kvikmynd
Kvikmyndin Fight Club (David Fincher, 1999) er nokkurn veginn eins og laukur, það er hægt að horfa einungis á ysta lag hennar en sé betur að gáð má finna önnur lög undir. Í myndinni er mikil þjóðfélagsádeila og „einnar-línu-speki“ sem vekur upp spurningar. Þessir þættir sem slíkir duga þó ekki til að gera mynd sem virkilega sker sig úr. Þrátt fyrir getu fléttunnar til að koma á óvart þá skapa þessir þættir samt afar hefðbundna sölumynd. Hún er ofbeldisfull, hröð og svöl, sem ég tel vera mjög gott. En á Fight Club eru hliðar sem bjóða upp á dýpri lestur. Skoði maður myndina náið má nefnilega sjá að hún tekur sjálfa sig ekki eins alvarlega og allar heimspekilegu einræðurnar sem Tyler Durden (Brad Pitt) gefur til kynna. Það er sú hlið sem gefur færi á að sjá myndina ekki bara sem mynd um firrt samfélag, heldur einnig sem sjálfsádeilu á slíkan boðskap, sem myndin þó afneitar aldrei alveg. Með fullri virðingu fyrir Daníeli Águst Gautasyni þá hentar myndin aðeins þeim sem eru kominr yfir svo kallaðan þroskaþröskuld sem Daníel Á, virðist greinilega ekki vera kominn yfir enda er Útlitið og tónlistin ekki það eina sem höfðar til markhópsins. Sagan er nákvæmlega það sem þessi markað hópur vill fá.

Sagan fjallar í stuttu máli um Jack (Edward Norton) sem er orðinn þræll Ikea-bylgjunnar. Hann býr einn í íbúð í fjölbýlishúsi, eða „skjalaskáp fyrir unga framagjarna menn,“ eins og hann kallar það, þegar skyndilega er ibúð hans sprengd og líf hans snýst algerlega við, Eftir þetta hittir hann síðan Tyler Durden. Tyler er allt sem Jack er ekki, hann er svalur, sjálfum sér nógur og fer alltaf eigin leiðir. Tyler bíður Jack að búa hja sér með einu skilirði og það er að hann kýli hann. Úr því þróast slagsmál sem draga dilk á eftir sér. Þeir kumpánar skemmta sér nefnilega svo vel að þetta verður að lífsstíl og brátt bætast fleiri í hópinn. Þar með fæðist Fight Club.

Í heildina litið er Fight Club ekki mynd heldur meira bara upplifun sem þú getur upplifað aftur og aftur heima hjá þér. Án efa einhver besta og svalasta mynd sem nokkrn tíman hefur verið gerð. Leikstjórnin og kvikmyndartakan er fullkominn í alla staði, andrúmslofið er gert en magnaðar með frábærum leik hjá öllum í myndinni sérstaklega hjá Brad Pitt sem Tyler Durden.

P.S. Ástæðan fyrir því að ég kalla karekter Edwards „Jack“ er út af því „Jack“ er eina nafnið sem við heyrum hann nota um sjálfan sig og þótt við vitum að hann heiti annað þá notum ég það til aðgreiningar (hann er titlaður „narrator“ í hlutverkaskrá). Einnig vill ég taka það fram að ég þekki Daníel Ágúst persónulega.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei