Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Tangled
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar góð
Alls ekki slæm...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hole
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Guð minn almáttugur
ég er ekki alveg að skilja þessa mynd, hún hefur fílinginn að vera svona fjölskyldu-hrollvekju mynd þar sem fyrri hluti myndarinnar einblínir einungis að því að hrella áhorfandann eins og hún getur. Þannig er eins og hún fari yfir þau mörk að ver fjölskyldumynd og verður bara fokking scary. Þegar li´ður á seinni helming myndarinnar þá gjörsamlega tapr hún dampinum sem hún hefur safnað sér upp allan tímann og verður að þessari fjölskyldumynd en það voru mistök að mínu mati. Þau hefðu átt að halda uppi þessum hryllingsmynda-fíling sem var alveg rosalegur.

Þessi mynd er um bræðurna Dane og Lucas sem flytja í nýjan bæ og kynnast þar stúlkunni Julie. Skömmu eftir að fjölskyldan flutti inn í húsið fundu þau læstan hlera með 6 lásum og auðvitað ösnuðust þau til að opna helvítis hlerann. Eftir það lenda þau í því að sjá sýnir sem sem hræða úr þeim allt vit. þar á meðal litla stúlku sem hoppar úr einum ramma í annan lítillega og andsetinn trúð!

Ágæt mynd með yndislegri hrollvekju sem hefði átt að vera haldið uppi allan tímann en seinni helmingurinn drgeur hana niður fyrir að breytast úr góðri hryllingsmynd í scary fjölskyldumynd.

Engu að síður fín mynd sem ég mæli með fyrir alla þá sem vilja láta hræða sig örlítið í skammdeginu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Cable Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær grínmynd
The Cable guy er mjög skemmtileg grínmynd eftir Ben Stiller með leikurunum Jim Carrey og Matthew Broderick.
William kynnist manni sem heitir Chip Douglas þegar Chip kemur heim til hans og gefur honum ókeypis kapalsjónvarp.
Chip verður alltaf ágengar og ágengari til að öðlast vináttu Matthews þangað til að Matthew vill ekki vera vinur hans lengur og þá gerir Chip sitt besta til að hefna sín á honum

The Cable guy er með bestu grínmyndum sem ég hef séð og mæli með henni fyrir alla sem fíla Jim Carrey.

#Fyndin staðreynd er að Jack Black og Kyle Gass eru báðir í mjög litlum hlutverkum í þessari mynd sem er frá árinu 1996 en þeir stofna hljómsveitina Tenacious D og gera myndina "Tenacious D: in the pick of destiny" um 10 árum seinna#
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Aliens
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð spennumynd
Aliens er sci-fi mynd leikstýrð af snillingnum James Cameron (Titanic, Avatar) og skartar af mörgum ágætum leikurum en ég hef ekki hugmynd um hver einhver af þeim heitir.
Aliens er beint framhald af myndinni Aien en þar lenti áhöfn geimskips á klónum á hættulegri geimveru sem kallst einfaldlega "Alien" og þurkar hún alla út nema Ellen Ripley sem tókst að flýja frá geiverunni með naumindum.
Í Aliens eru 57 ár liðin frá síðustu mynd og Ellen vaknar loks úr svona "hypersleep" í geimstöð hjá venjulegu fólki. Fljótlega er hún send tilbaka á plánetuna sem geimveran fannst fyrst eftir að stjórnstöð fólksins fær ekki lengur svar frá vísindamönnunum sem vinna þar.
Ellen fer á plánetuna með hópi að hersveitarmönnum sem ætla sér að kanna aðstæður og bjarga vísindamönnunum og fjölskyldum þeirra en þurfa svo að berjast fyrir sínu eigin lífi.
Aliens er bara ansi góð vísindaskáldsaga sem, að mínu mati toppar fyrri myndina semvar mög spennandi.
Hef ekki miið út á þessa mynd að setja nema bara það að mér finnst hún nota sama grunninn í söguþræðinum og það gerir myndina frekar fyrisjáanlega.
en engu að síður, fín mynd sem flestir ættu að kunna að meta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reykjavík-Rotterdam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Toppurinn
Reykjavík-Rotterdam er algjör klassík, leikstýrð af Óskari Jónssyni og Baltasar Kormákur sýnir að fyrir utan er hann ekki bara góður leikstjóri (Mýrin) er hann einnig góður leikari og svo er það Ingvar E. Sigurðsson sem er einn af toppleikurum Íslands (Englar alheimsins, Mýrin) Kristófer var að smygla dópi en hætti eftir að hann var tekinn fyrir það, en núna þegar bróðir konu hans (Jörundur Ragnarsson) fær einn af leiðtogum smylunnar á Íslandi þegar hann hendir yfir 2000 lítrum af spíra út í sjóinn, svo núna þarf Kristófer að fara ferð til Rotterdam pg redda sér og fjölskyldu sinni en á meðan nýtir Steingrímur(Ingvar E. Sigurðsson) vinur hann sér fjarveru hans og reynir að ná sínu framagengt.
Þessi mynd er algjör snilld, gæti vel verið besta mynd sem hefur verið framleidd á Ílsandi og af Íselndingum.
Quote: Fucking Icelanders..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein besta mynd allra tíma!!
The Rock er algjör hetjumynd frá árinu 1996, gulláratugur kvikmyndasögunnar, þessi mynd segir frá Stanley Goodspeed og John Patrick Mason en þeir eru fengnir af FBI til að stöðva hryðjuverkahótun frá fyrrverandi hershöfðingja Francis X. Hummel.
Þessi mynd er rosaleg, ein besta mynd sem ég hef séð, leikurinn er stórgóður, enda klikka þremenningurinn Nicholas Cage, Sean Connery og Ed Harris aldrei. Hún er KLIKKUÐ, lokaatriðið lætur mig alltaf fá gæsahúð.
svona myndir eru ekki gerðar lengur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein besta mynd allra tíma!!
The Rock er algjör hetjumynd frá árinu 1996, gulláratugur kvikmyndasögunnar, þessi mynd segir frá Stanley Goodspeed og John Patrick Mason en þeir eru fengnir af FBI til að stöðva hryðjuverkahótun frá fyrrverandi hershöfðingja Francis X. Hummel.
Þessi mynd er rosaleg, ein besta mynd sem ég hef séð, leikurinn er stórgóður, enda klikka þremenningurinn Nicholas Cage, Sean Connery og Ed Harris aldrei. Hún er KLIKKUÐ, lokaatriðið lætur mig alltaf fá gæsahúð.
svona myndir eru ekki gerðar lengur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei