Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



X-Men: First Class
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
frábær mynd
X2 hefur alltaf verið ein af mínum uppáhalds myndum. og þegar ég sá að Bryan singer væri kominn aftur varð ég smá vongóður um að þetta ætti eftir að verða góð mynd og þegar að ég sá að Matthew Vaughn átti að leikstýra varð ég viss um að X-men:first class átti eftir að vera frábær og það var hún, vá hvað þessi mynd er góð, þegar ég kom útur bíóhúsinu leið mér alls ekki eins og tveir tímar hefðu liðið. Þessi mynd hefur allt saman, góðan söguþráð, góða tónlist, frábær leikur, djöfull virka Fassbender og McAvoy vel sem Magneto og professor X. atriðin með þeim eru geðveik þegar þeir tveir eru saman á skjá. ef þú ert að leita að frábærri ofurhetjumynd þá er þetta hún. ég mæli eindregið með henni. skyldusýn fyrir alla x-men aðdáendur.nú bíð ég bara eftir næstu x-men mynd frá Singer og Vaughn
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Serenity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Geggjuð Sci-fi mynd
Sá þessa mynd fyrir slysni fyrsta skiptið sem ég sá hana, þurfti að taka einhverja gamla með nýrri útá leigu og hún var betri en nýja myndin sem ég tók
Handritið, söguþráðurinn, húmorinn og leikararnir eru allir til fyrirmyndar, allt frá aðalleikurunum til aukapersóna. Malcolm Reynolds er skemmtilegasti character sem ég hef séð í langan tíma. Leikstjórinn líka er nú ekki af verri endanum hann Joss Whedon (leikstjóri The Avengers sem kemur 2012 Buffy og Angel) þessi mynd hefur allt sem maður vill úr góðri sci-fi mynd.
Ef þú ert að leita að góðri sci-fi mynd með góðum húmor, Þá mæli ég eindregið með þessari

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The A-Team
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
skemmtilegasta sumarmynd 2010
Handritshöfundar The A-team sögðu við sjálfa sig; hvernig eigum að gera eina skemmtilegustu, og flippuðustu mynd ársins og það er þessi mynd.
Meðalsöguþráður en hún bætir það upp í skemmtilegheitum og andskoti góðu gríni og yfirdrifnum hasar.
Leikaravalið er frábært, Liam Neeson er eins og alltaf helvíti svalur, Bradley Cooper stendur fyrir sínu, Sharlro Copley var langbestur í myndinni. Og Jackson er bara þarna að líta út eins cool og hann getur

Ef þú ert að leita að góðri hasarmynd og góðum djókum inni á milli þá mæli ég með að þú horfir á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
TRON: Legacy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flottt mynd söguþráður meh
Eftir að ég sá trailerinn varð ég strax svo spenntur fyrir þessari mynd að ég ákvað að downloada fyrstu myndinni og aðeins að kynna mér söguna. Í þeirri mynd var söguþráður meh og tæknibrellur sem eru orðnar fyndar fyrir okkur.
Stökkvum 20 ár fram í tímann í tímann söguþráður ennþá allt í lagi en djöfull eru tölvubrellurnar flottar og bardaga atriðin alveg ótrúlega flott (enda kostaði myndin 170 milljón dollara). Jeff Bridges var flottur, samt fannst mér hann eins og the Dude úr the Big Lebowski, Olivia Wilde stóð sig ágætlega var samt þarna meira útá að vera flott. Garrett Hedlund stóð sig mjög vel.
Tónlistinn var geggjuð, Daft Punk að standa sig, og eru alveg geðveikir leikarar.
Ef þú ætlar að sjá þessa mynd þá myndi ég mæla með bíó því það verður ekki sama upplifun að sjá þessa mynd heima hjá sér
Bardaga atriðin ótrúlega flott, geggjuð tónlist, ágætisleikur og meðal söguþráður.
Gef myndinni 7
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei