Gagnrýni eftir:
Karlakórinn Hekla
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klassísk og rómantísk Ég er mikill kvikmyndaunnandi. Fór ein í bíó frá 9 ára aldri fyrir peningana, sem ég fékk fyrir að bera út blöð. Og sá allt í 20 ár. Núna horfi ég á bíómyndir heima hjá mér og er kölluð "vídeóleigan" af ættingjum og vinum.
Karlakórinn Hekla er mitt eftirlæti og á sama stað og Pretty Woman. Þær tvær tróna á toppnum hjá mér. Ég horfi á þær báðar mörgum sinnum á ári, og mikið var ég fegin, þegar kórinn kom út á diski í fyrra, því að myndbandið mitt var orðið ansi þreytt. Gaf líka öllum aðstandendum innanlands og utan Hekludiskinn í fyrra. Klassísk saga, klassísk tónlist, guðdómlega rómantík, fyndin goggunarstríð, og dæmigerð íslensk lausaleiksbörn.