Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Max Payne
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vonsviki (Varúð! Inniheldur Spoilera)
Ég hef spilað Max Payne og Max Payne 2: Fall of Max Payne. Þetta var ekki í líkingu við leikina. Mark Wahlberg kemur ekki hlutverkinu nógu vel frá sér. Hann heldur áfram að vera lögga alveg í gegnum myndina frekar heldur en að verða sá snarruglaði einstaklingur sem Max er í leikjunum. 

Í fyrri helming myndarinnar eru aðeins um 4-5 skotum hleypt af. Ekki líkt Max.
Alla myndina þá sést ekki ein verkjatafla. Það er ekki Max.
Mona Sax er illa leikin af Milu Kunis sem lítur út eins og skólastelpa með Gucci tösku og hríðskotabyssu. 
Alla myndina þá eru c.a 15 manns sem verða fyrir skotum! Og aðeins einu sinni tekið bullet-time atvik!

Þessi mynd er á sama bát með "DOOM" þar sem ekkert vitrænt og í takt við leikina gerist þangað til c.a 15 mínútur eru eftir af myndinni. Í Max Payne þá er reynt að ná að endurgera loka bardagan sem á sér stað í Aesir turninum en það klúðrast hrapalega. 
Ég hef aldrei upplifað eins mikið Deus Ex Machine moment heldur er þegar Max dregur upp Valkyre og drekkur það eftir að hafa stungið sér til sunds í köldum sjónum. 

Eina góða við þessa mynd er myndatakan sem nær algjörlega að koma frá sér þessum kalda, einmanalega og blauta heimi sem New York borg er í leikjunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei