Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Scott Pilgrim vs. the World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Betri en Kick-Ass
Vá!, stórskemmtilegur söguþráður ,æðislegir karakterar, frábær leikstjórn, fáranlega vel tekin upp OG heldur sig sannri(næstum því) við bækurnar.

Þessi mynd um strák sem byrjar með stelpu en kemst fljótt að að hann verður að slást og vinna bardaga við 7 illir fyrrverandi kærustum til þess að vera "opinberlega" með henni(hver kannast ekki við það) gæti ekki verið gerð betri.
Myndinn var byggð upp eftir 7 bókum sem voru skrifaðar í Manga stíll nema aðeins bandarískalegri, húmorinn kom oft fyrir í þessum bókum allveg eins og hann kemur oft fyrir í þessari bíomynd, þar sem að bækurnar tóku sér líka meiri tíma í að kynna karakterina betur(og hafa nokkra auka) var ekki til nægur tími í myndinni til þess að gera það.
*Smá Spoiler*Sem er kannski ekki það slæmt en það hefði verið meira gamann að hafa Envy(fyrrverandi kærasta Scott Pilgrim) lengra á skjánum, ein af ástæðunum útaf því að hún varð miklu mikilvægari í bókunum en í myndinna þar sem hún er sýnd í það sem mér fannst vera semí stuttur tími, og svo var önnur fyrrverandi kærasta sem var bara allveg tekin úr sögunni**
Hinsvegar voru allir stærstu karakterar þar og þeir voru kynntir nógu vel til þess að maður myndi ná "tengsl" við þá.

Leikarahópurinn fyrir þessari mynd fannst mér vera sérstaklega vel valinn og nokkrir litu út fyrir að hafa komið beint úr myndasöguni..Michael Cera þjónaði tilgangnum sínum vel enda karakter sem hann er vanur að leika,SAMT var hann ekki nógu "Scott Pilgrim"legur fyrir mig, í bækurnar var Scott Pilgrim miklu meira að "overreact"-a yfir dóti á meðan Michael Cera skilaði öllum "overreaction" atriðunum í svona hvísli sem mér fannst fyndið en ekki eins fyndið í bókunum þar sem hvernig Scott Pilgrim brást við öllu á fyndnari hátt
Hinsvegar varð Mary Elizabeth bara mjög fín í hlutverkinu sínu bara vel.og mér fannst hún passa mjög vel í hlutverkinu.Fyrrverandi kærusturnir í myndinna voru samt allir mjög vel leiknir og mér fannst þeim allveg fara vel með karakterana.Hinsvegar voru líka vélmenni að berjast með Scott Pilgrim í bækurnar, það hefði verið gamann að sjá...

Myndinn fylgdi allveg semí söguþráðinum úr bókunum fyrir utan nokkrir karakterar sem vöntuðu(Pabbi Knives t.d.)Stíll þessara myndar var frábær og með bæði svona "Manga" og tölvuleikjafíling í honum sem smellpassaði myndinni og gerði hana ennþá betri.Annars var eitt sem ég elskaði líka við þessa bíomynd vera tónlistin.Algjör unun að hlusta á hljómsveitirnar í myndinna spila þessi frábæru lög.

Þetta er æðislega góð mynd sem er eins full af svölum hasar og hún er af húmori
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Savages
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meh.
Þessi bíomynd....er hæg.
Ég elska Phillip Seymour Hoffman, og karakterinn sem hann leikur í þessari mynd er svona, tja,karakter sem Phillip getur leikið vel.
Handritið á þessari mynd virðist vera fínnt og það gæti verið ef einhver annar væri að leikstýra hana að hún væri betri en samt fannst mér myndinn sjálf vera O.K, þótt hún gæti verið betri.
Mér fannst sum atriði vera góð en hinsvegar voru mörg blönk atriði sem mér leið eins og þeir væru að vera notuð bara til þess að "fylla" myndina, karakterarnir voru fínir en faðir karakterinn hans Phillips og systir hans vera besti karakterinn.
Karakterarnir eru mjög "mannlegir" og mér leið á nokkrum köflum eins og persónurnar væru byggðar á fólk sem ég þekki.
Hinsvegar var þessi mynd, alltílagi...en hún gæti verið betri undir leikstjórn einhvers annars.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Neverwas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær kvikmynd sem því miður er ekki "fræg"
Ég leigði þessa mynd útaf því að snillingurinn Ian Mckellen leikur í henni, en eftir að horfa smá á myndinna komst ég að því að það er ekki bara Ian Mckellen sem gerir þessi mynd góð.
Þessi mynd fjallar um mann sem fer á geðveikrahæli til þess að rannsaka fortíð föður síns sem skrifaði fræga barnabók, hann kynnist sjúkling(Ian Mckellen) sem kemur honum meira á óvart því meira sem hann kynnist honum.
Leikararnir í þessari mynd eru allir frábærir, hver og einn vel valinn í sitt hlutverk og tónlistin samin fyrir þessari mynd er líka mjög góð.Handritið er vel skrifað og söguþráðurinn er töfrandi og skemtilega góður.
Það er hinsvegar ástarsaga sem gerist líka í þessari mynd sem er alltílagi þrátt fyrir að hún gæti verið óþörf.
Aaron Eckhart leikur vel í þessari mynd, þar á meðal leikur líka Nick Nolte og Brittany Murphy sem skila hlutverkunum sínum vel.
En ég held að þessi mynd væri ekki eins góð ef ekki væri fyrir frábæra leikhæfileika hans Ian Mckellen.
Ég gef þessa frábæru "fölnu" mynd 8,5 ef ekki 9 af 10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
CJ7
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stephen Chow alltaf jafn góður
Þessi mynd myndi ég segi væri næstum því, ef ekki eins góð og "Shaolin Soccer" eða "Kung Fu Hustle".
Söguþráðurinn er allveg fínn , hann er semsagt um faðir stráks sem á næstum enga peninga og þegar sonur hans vill fá dýrt leikfang getur hann nátturulega ekki borgað fyrir leikfangið.Faðirinn fer út að leita að leikfangi og finnur einhversskonar geimvera.Hann kemur með því heim og strákurinn tekur af sér "leikfangið" næstum því eins og skot.
Ég myndi segja að þessi mynd væri meira "fjölskylduvæn" en hinu myndirnar þótt þær séu líka fjölskylduvænar.
Karakterarnir í myndinni eru skemmtilegir og sérstaklega aðal strákurinn sem kom mér stundum á óvart á köflunum.
Ég myndi segja að allir sem elska Stephen Chow ættu að horfa á þessari mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei