Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Abraham Lincoln: Vampire Hunter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Svalur Lincoln
Get ímyndað mér að fyrir sögunörda sem vita allt um þrælastríðið og þennan margumtalaða 16. forseta Bandaríkjanna, sé þessi mynd eins og spark í andlitið. Fólk sem froðufellir af föðurlandsást og sér rautt ef einhver afbakar sögu Bandaríkjanna, er bersýnilega ekki rétti markhópurinn fyrir þessa mynd.
En fyrir þá sem fíla brjálaðar og töff hasarmyndir, með raunveruleikann í baksýnisspeglinum, þá er þetta rétta myndin. Hversu súr er hugmyndin um ungan Abraham Lincoln með öxi að salla niður vampírur? Allavega það súr að þú getur skemmt þér vel yfir henni með rétta hugarfarinu. Sjónrænt er hún virkilega flott og leikararnir eru að mestu fínir. Sagan er skemmtileg og fullt af töff spennuatriðum. Hefði samt alveg verið til í að sjá hana í 3D.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Abraham Lincoln: Vampire Hunter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Svalur Lincoln
Get ímyndað mér að fyrir sögunörda sem vita allt um þrælastríðið og þennan margumtalaða 16. forseta bandaríkjanna, sé þessi mynd eins og spark í andlitið. Fólk sem froðufellir af föðurlandsást og sér rautt ef einhver afbakar sögu bandaríkjanna, er bersýnilega ekki rétti markhópurinn fyrir þessa mynd.
En fyrir þá sem fíla brjálaðar og töff hasarmyndir, með raunveruleikann í baksýnisspeglinum, þá er þetta rétta myndin. Hversu súr er hugmyndin um ungan Abraham Lincoln með öxi að salla niður vampírur? Allavega það súr að þú getur skemmt þér vel yfir henni með rétta hugarfarinu. Sjónrænt er hún virkilega flott og leikararnir eru að mestu fínir. Sagan er skemmtileg og fullt af töff spennuatriðum. Hefði samt alveg verið til í að sjá hana í 3D.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Expendables 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að sjá gamlar uppáhalds kvikmyndahetjur á borð við Stallone, Schwarzenegger, Willis og Van Damme saman í einni mynd, var draumur minn sem hasarelskandi barn. En nú hefur hann ræst! Og að bæta fleiri töffurum á borð við Norris, Statham, Jet Li og Lundgren hefur gert þessa mynd að einhverju mesta nostalgíuflippi sem ég hef nokkurn tíman séð.
Fyrri myndin gerði það alveg ljóst að með þessari seríu væri ekki verið að eltast við útpælda sögu, óskarsverðlaunaleik og slíkt fínerí, heldur verið að miða á markhópinn sem fílar heilalausan og eitursvalan hasar þar sem hörkutól á testósterón óverdósi salla niður óvini og hreyta úr sér one-linerum á meðan. Sem slík tekst þessari mynd 110% upp. Hún er fáránlega skemmtileg og gefur manni vel fyrir peninginn af litríku ofbeldi, vöðvastæltum gamalmennum með stórar byssur og húmor, alveg upplögð mynd til að skella sér á með félögunum. Ef þú fílaðir fyrstu myndina þá er þessi af svipuðum toga, nema bara á sterum!
Ég var alveg að fíla það að sjá Svartanagg og Willis fá meira að gera en í fyrstu myndinni og djókið með frægu frasana þeirra hitti í mark hjá mér, sem og innkoma hins 72 ára gamla Chuck Norris, sem lítur ekki út fyrir að eldast neitt. Sly og Statham eru þrælgóðir að vanda, og aftur er mesta athyglin beind að þeim. Crews og Coture eru á hliðarlínunni og fá ekki margar línur, en eru þó áfram skemmtilegir. Lundgren fær líka að gera meira en í fyrri myndinni, aðallega samt að vera comic-relief, sem mér fannst heppnast bara vel. En af einhverjum ástæðum fær Jet Li ekkert að gera eftir fyrsta hlutann og skil ég ekki alveg þá ákvörðun, því hann var illilega svalur í þann skjátíma sem hann fékk. Þá fannst mér Nan Yu ekkert sérstaklega spennandi viðbót við grúppuna, hefði frekar verið til í að sjá Ginu Carano í þessu hlutverki, en ég kvarta samt ekki, hún stóð sig alveg ágætlega.
Það sem mér fannst aftur á móti mest miður var hversu lítið einn af mínum uppáhalds harðhausum frá því í æsku, Jean Claude Van Damme fékk að gera. Fyrir utan innkomuna og hörkubardaga við annað "gamalmenni" sást hann lítið sem ekkert. Hefði viljað vita meira um þennan karakter og sjá hann gera eitthvað annað en að vera með sólgleraugu og einhvern hörkutólasvip.

En í það heila er ég bara virkilega sáttur með þessa mynd. Hún er töff, hröð og hörkuskemmtileg og nær því fyllilega að uppfylla þau markmið sem hún setur sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Expendables 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nostalíguflipp
Að sjá gamlar uppáhalds kvikmyndahetjur á borð við Stallone, Schwarzenegger, Willis og Van Damme saman í einni mynd, var draumur minn sem hasarelskandi barn. En nú hefur hann ræst! Og að bæta fleiri töffurum á borð við Norris, Statham, Jet Li og Lundgren hefur gert þessa mynd að einhverju mesta nostalgíuflippi sem ég hef nokkurn tíman séð.
Fyrri myndin gerði það alveg ljóst að með þessari seríu væri ekki verið að eltast við útpælda sögu, óskarsverðlaunaleik og slíkt fínerí, heldur verið að miða á markhópinn sem fílar heilalausan og eitursvalan hasar þar sem hörkutól á testósterón óverdósi salla niður óvini og hreyta úr sér one-linerum á meðan. Sem slík tekst þessari mynd 110% upp. Hún er fáránlega skemmtileg og gefur manni vel fyrir peninginn af litríku ofbeldi, vöðvastæltum gamalmennum með stórar byssur og húmor, alveg upplögð mynd til að skella sér á með félögunum. Ef þú fílaðir fyrstu myndina þá er þessi af svipuðum toga, nema bara á sterum!
Ég var alveg að fíla það að sjá Svartanagg og Willis fá meira að gera en í fyrstu myndinni og djókið með frægu frasana þeirra hitti í mark hjá mér, sem og innkoma hins 72 ára gamla Chuck Norris, sem lítur ekki út fyrir að eldast neitt. Sly og Statham eru þrælgóðir að vanda, og aftur er mesta athyglin beind að þeim. Crews og Coture eru á hliðarlínunni og fá ekki margar línur, en eru þó áfram skemmtilegir. Lundgren fær líka að gera meira en í fyrri myndinni, aðallega samt að vera comic-relief, sem mér fannst heppnast bara vel. En af einhverjum ástæðum fær Jet Li ekkert að gera eftir fyrsta hlutann og skil ég ekki alveg þá ákvörðun, því hann var illilega svalur í þann skjátíma sem hann fékk. Þá fannst mér Nan Yu ekkert sérstaklega spennandi viðbót við grúppuna, hefði frekar verið til í að sjá Ginu Carano í þessu hlutverki, en ég kvarta samt ekki, hún stóð sig alveg ágætlega.
Það sem mér fannst aftur á móti mest miður var hversu lítið einn af mínum uppáhalds harðhausum frá því í æsku, Jean Claude Van Damme fékk að gera. Fyrir utan innkomuna og hörkubardaga við annað "gamalmenni" sást hann lítið sem ekkert. Hefði viljað vita meira um þennan karakter og sjá hann gera eitthvað annað en að vera með sólgleraugu og einhvern hörkutólasvip.

En í það heila er ég bara virkilega sáttur með þessa mynd. Hún er töff, hröð og hörkuskemmtileg og nær því fyllilega að uppfylla þau markmið sem hún setur sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Abyss
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær ævintýramynd sem eldist vel
Þetta er mynd sem ég get horft á aftur og aftur því hún er einstaklega vel heppnuð á allan hátt. Hún er í senn fyndin, heillandi, spennandi, epísk og óhugnanleg á köflum.
Í stuttu máli fjallar hún um áhöfn neðansjávar-olíuborpalls sem fengin er til að komast að því hvað kom fyrir kjarnorkukafbát hersins, sem skyndilega sökk og allt samband við hann rofnaði. Þeim til aðstoðar eru sendir sérfræðingar frá hernum sem eiga að hafa umsjón með leiðangrinum og þá sérstaklega gæta að farmi hins sokkna kafbáts. Fljótlega eftir að á staðinn er komið verður mikill stormur til þess að öll tengsl við yfirborðið rofna og áhöfnin á hafsbotni verður að spjara sig ein við erfiðar aðstæður, ekki síst þegar í ljós kemur að eitthvað mun dularfyllra á sér stað þarna niðri en nokkur hafði ímyndað sér.
Ed Harris er dúndurgóður og Mary Elizabeth Mastrantonio líka, sem fyrrum kona hans. Samspilið milli þeirra er gott og býður upp á mörg fyndin atriði sem og spennuþrungið drama. Michael Biehn er ógnandi sem taugaveiklaður hermaður og aðrar persónur fá kannski ekki mikla dýpt en eru samt áhugaverðar og skemmtilegar. Myndataka og tæknibrellur eru magnaðar enn þann dag í dag, þrátt fyrir að myndin sé gerð fyrir 23 árum síðan (auðvitað virka sum atriði nokkuð gervileg en ekkert sem truflar mann). Hljóð og tónlist eru sömuleiðis óaðfinnanleg. Boðskapurinn í lokin er ekki laus við klisjur en skemmir ekkert fyrir því myndin er bara yfir það heila svo virkilega góð. Gef henni fullt hús stiga :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Transformers: Dark of the Moon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þrususpennandi og flott
Það er greinilegt að Michael Bay hefur hlustað á gagnrýnisraddirnar sem ómuðu eftir síðustu mynd, því þessi er margfalt betri og að sumu leyti sú besta að mínu mati.
Sagan er góð og inniheldur nokkur skemmtileg tvist og handritið er fínt. Myndin er dekkri en þær fyrri og það er mun alvarlegra andrúmsloft sem vofir yfir, en það er þó ekki langt í húmorinn og meira að segja hann hefur tekið jákvæðum breytingum, þ.e. ekki eins smábarnalegir eða þvingaðir brandarar og í hinum myndunum. Þá eru leikararnir að gera fína hluti hér, Shia LeBeouf fær að sýna meira litróf í tilfinningum og gerir það vel, John Turturro er skemmtilegri en áður, Frances McDormand og Patrick Dempsey koma sterk inn og John Malkovich er þrusufyndinn í sínu litla hlutverki. Mér finnst þó rétt að hrósa nærfatamódelinu Rosie Huntington Whiteley fyrir að komast nokkuð vel frá sinni frumraun, en mér finnst hún mun viðkunnanlegri heldur en Megan Fox, þó svo sú síðarnefnda sé nokkuð heitari. Hennar persóna gerir meira fyrir myndina heldur en bara vera augnkonfekt og er það vel.
En aðalstjörnur myndarinnar eru vissulega vélmennin sjálf og eru þau sem áður virkilega flott og nýjar persónur eins og Sentinel Prime og Laserbeak koma flottar inn. Þá er ég sérstaklega ánægður með að fá loksins að sjá hvað er að gerast, en heldur hefur dregið úr Bayhem stílnum og hver rammi af vélmenna bardögum nýtur sín því til fulls. Þrívíddin er flott og augljóst að Bay umgengst tæknina af sömu virðingu og James Cameron, því hún er aldrei of áberandi en kryddar samt myndina út í gegn. Þegar ég spái í göllum detta mér í raun fáir í hug, það er helst að nefna of mikla tónlistarnotkun, en hún yfirgnæfir oft önnur hljóð þannig að það er stundum eins og maður sé að horfa á flott tónlistarmyndband frekar en bíómynd. Mér fannst lokabardaginn líka nokkuð snubbóttur, en kannski er bara ágætt að fá ekki alltof stóran skammt af látunum í einu.
Af öllu framansögðu get ég ekki annað en gefið þessari mynd topp einkunn fyrir frábært skemmtanagildi sem er vel aðgangseyrisins virði. Takk fyrir mig Bay, þú ert á réttri leið með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Transformers: Dark of the Moon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þrususpennandi og flott
Það er greinilegt að Michael Bay hefur hlustað á gagnrýnisraddirnar sem ómuðu eftir síðustu mynd, því þessi er margfalt betri og að sumu leyti sú besta að mínu mati.
Sagan er góð og inniheldur nokkur skemmtileg tvist og handritið er fínt. Myndin er dekkri en þær fyrri og það er mun alvarlegra andrúmsloft sem vofir yfir, en það er þó ekki langt í húmorinn og meira að segja hann hefur tekið jákvæðum breytingum, þ.e. ekki eins smábarnalegir eða þvingaðir brandarar og í hinum myndunum. Þá eru leikararnir að gera fína hluti hér, Shia LeBeouf fær að sýna meira litróf í tilfinningum og gerir það vel, John Turturro er skemmtilegri en áður, Frances McDormand og Patrick Dempsey koma sterk inn og John Malkovich er þrusufyndinn í sínu litla hlutverki. Mér finnst þó rétt að hrósa nærfatamódelinu Rosie Huntington Whiteley fyrir að komast nokkuð vel frá sinni frumraun, en mér finnst hún mun viðkunnanlegri heldur en Megan Fox, þó svo sú síðarnefnda sé nokkuð heitari. Hennar persóna gerir meira fyrir myndina heldur en bara vera augnkonfekt og er það vel.
En aðalstjörnur myndarinnar eru vissulega vélmennin sjálf og eru þau sem áður virkilega flott og nýjar persónur eins og Sentinel Prime og Laserbeak koma flottar inn. Þá er ég sérstaklega ánægður með að fá loksins að sjá hvað er að gerast, en heldur hefur dregið úr Bayhem stílnum og hver rammi af vélmenna bardögum nýtur sín því til fulls. Þrívíddin er flott og augljóst að Bay umgengst tæknina af sömu virðingu og James Cameron, því hún er aldrei of áberandi en kryddar samt myndina út í gegn. Þegar ég spái í göllum detta mér í raun fáir í hug, það er helst að nefna of mikla tónlistarnotkun, en hún yfirgnæfir oft önnur hljóð þannig að það er stundum eins og maður sé að horfa á flott tónlistarmyndband frekar en bíómynd. Mér fannst lokabardaginn líka nokkuð snubbóttur, en kannski er bara ágætt að fá ekki alltof stóran skammt af látunum í einu.
Af öllu framansögðu get ég ekki annað en gefið þessari mynd topp einkunn fyrir frábært skemmtanagildi sem er vel aðgangseyrisins virði. Takk fyrir mig Bay, þú ert á réttri leið með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Brim
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vesturport gengið klikkar ekki
Brim fjallar um þá togstreitu sem myndast þegar konu er "þröngvað" upp á annars samheldinn hóp groddalegra sjóara á ryðguðum dalli. Ekki bætir það á ástandið að áhöfnin er enn að jafna sig á óhugnanlegum atburðum sem áttu sér stað í síðustu ferð bátsins. Myndin byrjar á að gefa okkur smá innsýn inn í ólík líf þessarra manna, er þeir koma að landi og fylgja föllnum félaga til grafar. Virðist þeim ganga mis erfiðlega að fóta sig í sínu lífi í landi, t.d. er einn þeirra ofsóknarbrjálaður skaphundur, einn hálf þroskaheftur og annar óframfærinn spilafíkill, og fær maður strax á tilfinninguna að þeir eigi best heima á sjónum, enda virðast þessir ólíku karakterar smella ágætlega saman þar. Það reynir þó á samheldni hópsins þegar frænka skipsstjórans, Drífa, fær pláss hins fallna félaga þeirra, en hún kann lítið til sjós. Þegar báturinn lendir svo í stormi og verður vélarvana reynir fyrst á þennan ólíka hóp fólks og hvernig það bregst við undir pressu.
Yfir það heila var ég mjög ánægður með þessa mynd, ég bjóst kannski við aðeins meira sjónarspili af trailernum að dæma (bjóst við einskonar íslenskri Perfect Storm) en í raun snýst myndin meira um persónurnar og þeirra vandamál, heldur en eitthvað sjónarspil, og fannst mér leikararnir standa sig frábærlega, sérstaklega fannst mér standa upp úr Björn Hlynur og Ólafur Egilsson. Nína Dögg, Gísli, Víkingur og Ingvar stóðu sig líka óaðfinnanlega í sínum hlutverkum. Útiatriðin voru flott og fannst mér skemmtilegt hvernig myndatakan um borð í skipinu gerði í því að auka á innilokunarkennd og tilfinningu fyrir þrengslunum um borð. Hljóðvinnsla var líka alveg ágætt og ekkert verið að ofgera tónlistinni eins og gerist of oft í dramamyndum.
Eins og áður sagði fannst mér myndin fín yfir það heila, það sem kannski helst hefði getað bætt hana væri ef hægt væri að fara aðeins betur í sumar persónurnar og gera climax-atriðið aðeins öflugra. En með takmarkað budget og 90 mínútur er auðvitað ekki hægt að koma öllu fyrir. Mæli sterklega með þessari fyrir unnendur íslenskra dramamynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fired Up
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kom skemmtilega á óvart
Ég tel mig nánast alætu á kvikmyndir, en ekta stelpumyndir falla mér ekki að skapi, líkt og Clueless, Sweetest Thing eða dans og klappstýrumyndir amennt. Þegar betri helmingurinn vildi horfa á Fired Up, bjóst ég við einhverri sykursætri vælu, því efniviðurinn er jú tveir strákar sem vilja gerast klappstýrur. Búinn undir einn og hálfan tíma af kjánahrolli og flökurleika varð mér þó fljótt ljóst að þessi mynd var afar ólík því sem ég hafði gert mér í hugarlund. Hún reyndist vera alveg einstaklega fyndin og þrælskemmtileg, húmorinn er frábær og one-linerar fljúga í allar áttir. Aðalgaurarnir, þeir Shawn og Nick bera myndina uppi, en þeir ná einstaklega vel saman og eru leikararnir að standa sig þrusu vel. Þeir eru svo skemmtilega hnyttnir og orðheppnir að þeir brjóta á bak aftur klisjuna um heimsku íþróttakappana. Vissulega eru klisjur í söguþræðinum (hvaða mynd hefur ekki einhverjar klisjur?), en handritshöfundarnir ná að fela það vel með stórskemmtilegum samtölum og skrautlegum aukapersónum.
Ef þú vilt innihaldsríka mynd, með þrælgóðri fléttu, sem fær þig til að hugsa á heimspekilegum nótum lengi á eftir, þá skaltu horfa á eitthvað annað, en ef þú vilt bráðfyndna skemmtun þá mæli ég sterklega með þessari, bæði fyrir stráka og stelpur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inception
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvað getur maður sagt?
Fór á forsýninguna 16. júlí og bjóst ég við frábærri mynd, en hún var það alls ekki... málið er að það er ekki til nógu sterkt lýsingarorð í íslensku máli til að ná yfir þessa mynd! Að segja að hún sé meistaraverk er álíka mikið understatement og að segja að verk Michaelangelo í sixtínsku kapellunni sé bara krot! Það er einfaldlega allt sem virkar í þessari mynd; leikstjórn, leikarar, handrit, söguþráður, hið sjónræna og hið hljóðræna eru einflaldlega stórkostleg! Christopher Nolan hefur hér tekist það sem allir héldu að væri ómögulegt: þ.e. að toppa sjálfa Dark Knight! Þessi mynd fær 20 stjörnur af 10 mögulegum hjá mér!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Brown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fínasta mynd
Ég fór á þessa mynd án þess að vita mikið um hana fyrirfram (það var ekkert annað áhugavert í bíó). Og mér til mikillar ánægju reyndist þetta vera þrusugóð mynd. Formúlan hefur svosem verið notuð áður (t.d. í Death Wish og Gran Torino) og er nokkuð fyrirsjáanleg, en dúndurgóður leikur Caine og spennuþrungið andrúmsloft halda myndinni uppi þannig að manni er nokk sama. Myndin dregur upp óhugnanlega, en raunsæja mynd af gengjamenningu í "fátækrahverfum" breskra stórborga, og því ofbeldi sem þar þykir sjálfsagður hlutur. En Caine leikur ekkilinn og fyrrverandi hermanninn Harry Brown, sem þarf að horfa daglega upp á sívaxandi ofbeldi og eiturlyfjaneyslu ungmenna í hverfinu sínu. Þegar vinur hans er myrtur á óhugnanlegan hátt af einu genginu, ákveður Harry að taka aðeins til og hefna vinar síns og um leið gera hverfið að aðeins betri stað til að búa á.
Eins og áður sagði er Caine dúndurgóður í titilhlutverkinu og eins eru hinir lítt þekktu leikarar sem leika klíkumeðlimina að standa sig vel og virka vel sem ógnvekjandi illmenni. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rambo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Rambó snýr aftur!
Ég skil ekki fólk sem fer á Rambo og vælir yfir því að það vanti í myndina óskarsverðlaunaleik, társkapandi dramatík og einhvern svakalegan og óvæntan söguþráð sem aldrei hefur áður sést á hvíta tjaldinu. Ég mæli með að slíkt fólk horfi á Godfather eða Shawshank Redemption. En fyrir þá sem vilja svakalega byssubardaga, sprengingar og brútal hasar, þá er þetta svo sannarlega myndin fyrir ykkur. Söguþráður og dramatík eru látin liggja milli hluta, enda ganga Rambo myndirnar ekki út á það. Hér er testosterón í hámarki, Rambo sallar niður heilar herdeildir með 50 kalíbera vélbyssu, rífur barka úr mönnum eða afhausar þá með sveðju. Þetta er brútal mynd, splattermynd myndu sumir segja, en ég er hins vegar á þeirri skoðun að það hvað hún er brútal gerir hana raunverulegri fyrir vikið. Hér sést hvað gerist þegar fólk lendir í sprengingum, eða verður fyrir stórum byssukúlum, sem ekki sést oft í kvikmyndum. Ennfremur er viðbjóðslegri meðferð óbreyttra borgara í stríði, gerð góð skil og myndin fær mann til að hugsa út í hversu hörmulegt ástand er víða í heiminum, miklu hörmulegra en sést á þeim fréttamyndum sem til okkar berast. En ólíkt raunveruleikanum þá fá hinir ómannlegu viðbjóðir (sem allt of víða finnast á okkar jarðkringlu) makleg málagjöld í þessari mynd, og í stað þess að fyllast viðbjóði þegar maður sér þessa menn í nærmynd að tætast í sundur, þá fagnar maður og óskar sér svipaðra örlaga til allra "starfsbræðra" þeirra.
Myndin kemur ákveðnum pólitískum áróðri til skila, án þess þó að vera einhver yfirdrifin áróðursmaskína fyrir hernaðarbrölt Bandaríkjamanna, eins og allt of margar myndir virðast gera. Hún er flott, bæði sjónrænt og hljóðrænt, heldur manni límdum við sætið allan tímann og maður gengur mjög sáttur út. Þessi mynd hefur ótvírætt skemmtanagildi og maður fær vel fyrir aðgangseyrinn, ég sé enga ástæðu til að gefa henni minna en fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei