Gagnrýni eftir:
Be Kind Rewind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Leiðinleg mynd Ég skellti mér í bíó á laugardagskvöldið og hélt að ég væri að fara á fyndna grínmynd með Jack Black. Í staðinn fór ég á ein af leiðilegri myndum sem ég hef séð.
Til að byrja með hélt ég að persóna Mos Def ætti að vera þroskaheft eða amk. eitthvað skertur. Fór alveg hrikalega í taugarnar á mér til að byrja með en svo lagaðist það þegar leið á myndina.
Jack Black var fyndin á köflum og stóð sig alveg ágætlega.
Boskapurinn í myndinni var vægast sagt klisjukendur en samt náði myndin ekki einusinni að verða það. Ég hélt svo að það myndi verða fyndið þegar þeir fóru að endurgera þessar klassísku myndir sem allir hafa séð en það var ekki nema á köflum.
Ef ég ætti að líkja þessar mynd við hjartalínurit væri hún bein lína allan tíman.