Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Proposal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki bara klisja!
Tilgangur með bíóferðum er oftast tvíþættur, annars vegar að meðtaka þann boðskap sem ræman inniheldur, og svo hins vegar einfaldlega bara að skemmta sér. The Proposal þjónar síðarnefnda atriðinu. Þótt myndin sé nánast algjör klisja út í gegn, þá lumar hún á sumu sem ekki er a.m.k. orðið alveg orðið ´'snjáð' af ofnotkun. T.d. það að sýna hreinan 'OPisma' á vinnustöðum (OP= office pretending), sem er algjör snilld í þessari mynd, þ.e. um leið og yfirmanneskjan fer fram hjá, þá eru allir svo önnum kafnir osfrv...
Craig T. Nelson fer líka á kostum, ásamt langflestum leikurunum, sem hafa væntanlega fengið þá dagskipun að leika 'alvarlega', því það er varla að maður sjái leikara brosa í myndinni, sem styrkir myndina í viðleitninni að fá áhorfandann til að brosa!
Sem sagt hér er alveg þokkaleg afþreying á ferðinni. Drífið ykkur í bíó!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Coraline
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Á mörkunum...
Undirritaður fór á þessa nýju þrívíddarmynd Henry Selicks. Þessi ræma er mjög flott gerð...með helling að æðislega skrautlegum grafískum senum sem maður getur ekki annað en heillast af. Hún hefur einnig yfirbragð dulúðar og hrollvekju, sem getur vakið ótta hjá ungum börnum a.m.k. Dóttir mín sem 7 ára var ekkert ægilega kokhraust í sumum nornasenunum, og kastaði sér í fangið á mér.
Held að það hafi verið misráðið að auglýsa þessa mynd sem hreinræktaða barnamynd, því
Coraline er líklega ein af mjög fáum barnamyndum sem henta ekki börnum!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gran Torino
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Clint í essinu sínu!
 Sjaldan hefur manni liðið eins vel í bíó og á þessari mynd, Gran Torino, með gamla brýninu, Clint Eastwood. Myndin, sem hefur þó þennan rasíska undirtón, en aldrei þó þannig að maður gangi rasismanum á hönd, hefur sterka skírskotun til þess veruleika sem blasir við alls staðar í heiminum. Fólk flyst frá sínum heimkynnum til annarra landa í leit að betra lífi. Allir eru ekki alltaf velkomnir þangað sem þeir koma.
Persónurnar eru flestar mjög sannfærandi, þó kemur ungi kaþólski presturinn, með írska útlitið, svolítið á óvart. Fannst hann a.m.k. til að byrja með, vera pínulítill 'stílbrjótur' í þessu umhverfi í miðvesturríkjunum sem sagan á gerast. Hann vinnur þó á þegar á líður.
Þótt að söguþráðurinn sé sáraeinfaldur og allt það, þá eru þarna atriði sem sem eru svo nærtæk í núinu, eins og þessi yfirmáta forsjárhyggja barnanna þegar annað foreldrið yfirgefur þetta tilvistarstig, að hitt foreldrið sé þá algjörlega ósjálfbjarga osfrv.
Þessi lágstemda mynd er frábærlega vel unnin, með hnyttin tilsvör og er mjög fyndin á köflum. Það er langt síðan ég skemmt mér svo vel í bíó!



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei