Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Twelve Monkeys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hrein snilld. Það þarf ekki að segja meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Innerspace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni öðruvísi gamanmynd um mann sem fenginn er til þess að taka þátt í tilraun sem felur það í sér að hann er smækkaður þannig að hægt sé að sprauta honum inn í kanínu og þannig rannsaka innviði hennar. Tilraunin fer út um þúfur þegar brotist er inn á tilraunastofuna og sprautunni sem inniheldur hinn míkróskópíska er naumlega komið undan á flótta. Það endar svo með því að honum er sprautað inn í mann þegar allt annað er útilokað. Þar með byrja erfiðleikar hans að reyna að komast í samband við hýsilinn sinn. Og verður úr hin ágætasta gamanmynd. Hér er á ferðinni sprenghlægileg mynd sem ég mæli eindregið með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
When a Man Loves a Woman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg frábært dæmi um það hvað Meg Ryan er klár leikona. Hérna er hún í hlutverki drykkjusjúkrar konu sem stofnar hamingju fjölskyldunnar í hættu. Andy Garcia er góður í þessu hlutverki sem fjölskyldufaðir sem reynir allt sem hann getur til þess að bjarga hjónabandinu sem stendur á brauðfótum. Leikararmir gera sitt til þess að reyna að hefja þessa mynd upp yfir meðalmennskuna en það gengur ekki því hér er á ferðinni klassískt Hollywood handrit og þar af leiðandi fer allt vel að lokum, sem sagt mjög fyrirsjáanleg mynd í alla staði en hún hefur þó ýmislegt uppá að bjóða og því skora ég á þá sem hafa gaman af dramatík að kíkja á þessa mynd. Ekkert meistaraverk en þó ekki alslæm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In & Out
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jú jú hérna er á ferðinni fínasta afþreying en ekkert meira. Sagan er ágæt en einhvern veginn rennur þetta allt út í sandinn og nær einhvern veginn aldrei að sannfæra áhorfandann. Það má flissa yfir Kevin Kline eins og í öllum myndum sem hann leikur í en annars eru þetta mistök.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
French Kiss
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ofsalega falleg og skemmtileg mynd um konu sem þráir bara að fá að vera með manninum sem hún elskar. En þegar hann fer frá henni setur hann þar með allt líf hennar úr skorðum, hún eltir hann og er staðráðin í að vinna hann aftur með öllum brögðum, en þá grípa örlögin í taumana. Þetta er ein af mínum uppáhalds rómantísku myndum og Meg Ryan fer alveg á kostum í hlutverki sínu. Allt í lagi strákar þið eigið kannski ekki eftir að kunna að meta hana en kærastan á eftir að gera það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The World Is Not Enough
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni ein albesta Bondmynd sem gerð hefur verið og keyrslan í henni er svo mikil að ekki kemur dautt augnablik því að það líða varla 5 mínútur á milli sprenginga og spennuþrunginna áhættuatriða. Að mínu mati hefur Pierce Brosnan hér með tekið við gullinu af Sean Connery og sýnt það og sannað að hann er án efa hin eina og sanna ímynd James Bond. Það sem gerir hann svona góðan eru litlu smáatriðin, þetta með að laga bindið á ólíklegustu tímum er tildæmis mjög flott. Hann sameinar hinn mjúka mann og hörkutól á fullkominn hátt og þess vegna á hann heiður skilinn. Þessi mynd er hin fullkomna afþreyging fyrir alla sem hafa gaman af alvöru spennu. Það eina sem hægt er að setja út á þessa mynd er að á stöku stað eru klippinganar svolítið skrítnar og fyrir það er myndin dregin niður um hálfa stjörnu. Að öðru leiti ég hér pottþéttur Bondari á ferðinni sem enginn skildi missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Blair Witch Project
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni meistaraverk sem ekki allir kunna að meta, þarna er mynd, hrollvekja sem fær mann til þess að naga neglurnar upp í kviku. Þessi mynd er hinsvegar ólík öllum öðrum hrollvekjum fyrri tíma á þann hátt að þarna er ekkert ógeð á ferðinni, engir hausar sem fjúga, ekkert blóð, engar óraunverulegar furðuverur sem éta fólk lifandi heldur er allur óhugnaðurinn í þessari mynd byggður upp andlega. Þess vegna vil ég meina að þetta sé raunverulegasta hryllingsmynd sem hægt er að hugsa sér. Þarna eru fjórir krakkar úr kvikmyndaskóla sem fara út í skóg sem talið er að sé reimt í. Og þau fara þangað í kringum hrekkjavökuna, og þar sem mikið er til af sögum um nornir og einkennilega reimleika á hrekkjavökunóttina eru þau eiginlega hálf hrædd áður en þau koma inn í skóginn... Svo eftir því sem að líður á myndina dregst maður með inn í þennan heim ímyndana sem virðast mjög raunverulegar. Svo magnast spennan jafnt og þétt þangað til að hápunktinum er náð en það er einmitt í lok myndarinnar, þá er áhorfandinn skilinn eftir og veit ekkert nema bara það að hann ætlar ekki að sofna með ljósin slökkt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
South Park: Bigger Longer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni frábær ádeila á amerískt samfélag, þar sem foreldrar virðast líta svo á að það alvarlegasta sem komið geti fyrir börnin er að heyra ljótt orðbragð, enda er allt í þessu góða landi ritskoðað eingöngu með málfar og kynlíf í huga. Það er enginn sem gerir sér grein fyrir því að ef til vill er ekkert æskilegt að börn horfi á ofbeldi en það hræðilegasta sem fyrir þau getur komið að mati amerískra foreldra er að sjá brjóst eða heyra f--- orðið sem myndi eflaust breyta þeim í geðsjúklinga eða eitthvað þaðan af verra. Þetta er alveg frábær skemmtun fyrir alla sem taka sjálfa sig ekki of alvarlega. Þessi mynd er nefnilega dýpri en hún sýnist vera og í henni kemur vel í ljós útlendingahræðsla Bandaríkjamanna sem er þekkt vandamál. Vandamálið er bara það að þessi beitta ádeila var eiginlega gerð bitlaus af ameríska kvikmyndaeftirlitinu sem flokkaði þessa mynd þannig að hún var ekki einu sinni leifð til sýninga í öllum venjulegum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. En ég segi þess vegna Íslendingar njótið frelsisins og farið á þessa frábæru mynd í bíó, sem er að mínu mati meistaraverk í sínum flokki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wild Wild West
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrsta orðið sem kom upp í hugann hjá mér eftir að vera búin að sjá þessa mynd var HJÁLP!!! Þessi mynd særði blygðunarkennd mína og mér finnst Hollywood vera með þessari mynd að gera grín að greind neytenda því enginn maður með fullu viti lætur bjóða sér þvílíkt sorp. Will Smith hefur hingað til ekki verið hátt skrifaður sem kvikmyndaleykari en með þessari minn hefur hann sokkið niður á botn. Þessi hálfa stjarna er tilkomin vegna þess að Kevin Klein átti nokkrar skondnar línur í myndinni en annars er ekkert við þessa "kvikmynd" ef svo mætti kalla þetta klúður. Varist þessa mynd eins og heitan eldinn og þá mun allt fara vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet Joe Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leiðinleg!!!! Það er sennilega líflegra að horfa á mann sofa í 7 klukkustundir. Alltof löng, alltof hæg. Ég þurfti að berjast við að halda mér vakandi, meira að segja Brad Pitt var ekki þess virði að horfa á í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei