Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



16 Blocks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

16 blocks er án efa ein versta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð.

Þegar ég ákvað að skella mér á þessa mynd var ég ekki viss um hvað ég var að fara að horfa á en þetta voru verstu tveir tímar ævi minnar.


Myndin hefst með því að Bruce Willis leikur drykkfellda og þunglynda löggu og á að fylgja fanga í dómhúsið þar sem hann á að bera vitni.

Á leiðinni er ráðist á þá og reynt er að drepa vitnið og Bruce Willis keppist við að halda vitninu á lífi.


Plottið í myndinni hljómar ágætlega þegar því er lýst svona en í raun og veru er öll umgjörð myndarinnar hræðilega illa gerð.

Bruce Willis leikur leiðinlegan og klisjukenndan karakter sem allir hafa séð áður í annarri hverri lögreglukvikmynd.

Mos Def leikur ennþá leiðinlegri karakter og hagar sér óeðlilega við allar aðstæður sem hann lendir í og mjög óraunverulega.


Hins vegar gef ég þessari mynd hálfa stjörnu og hún fær þá einkunn fyrir leik Davids Morse. Hann er klassa leikari og hann lék skemmtilegan karakter.


Eina ástæðan af hverju við vinirnir, 7 manns, fórum ekki út í hléi var sú að við bjuggumst við að endinn yrði klassískur dramatískur endir í anda tears of the sun og bruce willis en hann var enn verri en það.


Myndin var bara almennt ein stór klisja.

Ég ráðlegg öllum að sniðganga þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei