Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Darjeeling Limited
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Önnur perla
Á sínum tíma þegar The Royal Tenenbaums var frumsýnd 
 hér á landi, varð ég strax mjög heillaður af Wes Anderson 
 og hans skemmtilega og einstaka stíl.  Eftir að hafa svo sé tvær eldri myndir hans, Bottle Rocket, Rushmore varð það mér ljóst að hér væri á ferðinni brjálað talent!  Árið 2004, ef ég man rétt, bætti hann svo einni perlunni við, The Life Aqautic....  Því var ég satt að segja hálf stressaður að sjá þessa nýju mynd hans - miklar væntingar gerðar af minni hálfu.

The Darjeeling Limited fjallar um þrjá bræður sem fara saman í lestarferðalag um Indland - ári eftir dauða föður þeirra, enn að syrgja hann og auk þess með fleiri beinagrindar í sínum skápum, m.a. hræðilegt slys, sambandsslit tilvonandi föðurhlutverk.  Ferðin er því ætluð til að bæta stirt samband þeirra þriggja og finna sig upp á nýtt á hinu svo mjög andlega Indland - með hjálp læknadóps og tóbaks.  Ekki vil ég nú spilla fyrir fólki með að fara nánar út í söguþráðinn en má segja að margt gengur ekki eins og ætlast er til og ferðin flækist utan þeirra áfangastaða en upphaflega átti að fara til.

Wes Anderson er búinn að skapa sér mjög sterkan og einkennandi stíl, og myndir hans virðast alltaf standa út úr á eitthvern hátt. Sennilega má þó setja þær í flokk með myndum sem sumir vilja kalla The Quirky New Wave  (sjá grein hér;).  Kvikmyndalegaséð leyfir hann sér ótrúlegustu hluti og nær að gera þá flotta; zooma, færa myndavél frá vinstri til hægri og svo til baka aftur, nýta sér stuttar klippingar, stöðugt setja senur í slow motion o.s.f.v.  Þó svo að umfjöllurnarefnin séu ólík, þá liggur alltaf þessi háðslegi tónn undir; að draga upp þetta bitra, skrítna, þunglynda, breiska og ljóta í manninum - sem virðist í fyrstu sprenghlægilegt en er það svo ekki þegar hugsað er frekar um það.  Persónurnar hans er alveg yndislegar, í raun frekar hálfgerðir trúðar og furðufuglar en manneskjur, en ávallt notaðar í þeim tilgangi að sýna hvað manneskjan getur bæði verið falleg og ljót.  

Wes er einn af þessum leikstjórum sem kemur náið að öllum hlutum framleiðslunar, svipað og Tarantino og Coen-bræðurnir; hann skrifar handritin, sér til þess að sviðsmyndirnar grípi réttan anda með æðislegum og díteiluðum sviðsmyndum,  velur tónlist, búninga, hjálpar til við kvikmyndatöku og klippingu o.s.f.v. - og allt þetta gefur myndum hans einstakan blæ,  eða stemningu sem einkenna alla myndina - skilja eftir þetta litla skrítna bros á vörum manns.  Það er margt sem draga má fram sem gerir stíl hans svona einstakan og skemmtilegan - t.d. sú staðreynd að allar myndirnar hans eru teknar upp í öfgafullur wide-screen ef svo má segja.  Þetta á allt saman við The Darjeeling Limited og gerir hana svona frábæra.  

Hvað leik varðar eru svosem engir stórkostlegir sigar unnir, þar sem húmorinn er alveg dead pan og allir virðast létt þunglyndir og óánægðir.  Helst væri að nefna Jason Schwartzman í hlutverki Jack, yngsta bróðursins.  Þess má geta að hann kemur fyrir í stuttmynd sem sýnd er á undan sjálfri myndinni og fjallar um heimsókn fyrirverandi kærustu Jacks, til hans á hótelherbergi í París - einskonar inngangur sem grípur sérstaklega vel sambönd og sambandsslit.

Ég mæli eindregið með að fólk drífi sig á myndina, því það yndislegt að lenda á ahugaverðum myndum sem koma frá Hollywood.  Ekki get ég þó lofað að allir skemmti sér konunglega þó svo að Owen Wilson sé í myndinni, þar sem húmorinn er fremur súr og sérviskulegur.  En hér er vissulega á ferðinni frábærlega frumleg og vel unnin mynd, byggð á sterku handriti, og unaðslega skreytt með flottum sviðsmyndum og góðri tónlist.  Skipar sér vel í hóp með fyrri myndum Wes.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Science of Sleep
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það var mjög ánægjulegt að fá þann möguleika að sjá loksins þessa mynd í hvítu tjaldi í föruneyti bíópopps og kóladrykks - en hún semsagt kom út á síðasta ári og er orðin fáanleg á DVD-disk á netverslunum fyrir þónokkru, t.d. Amazon. En nóg um það, leikstjórinn Michel Gondry hefur á undanförnum árum skapað sér sess á meðal fremstu tónlistarmyndbandaleikstjóra heims, en það var 2004 sem hann kom sér almennilega á kortið með myndinni Eternal Sunshine of the Spottless Mind eftir handriti sem hann samdi ástam séníinu Charlie Kaufman. 'The Science of Sleep' er í raun mjög rökrét þróun frá henni; að leika sér svolítið með óraunveruleikan. Myndin segir sögu ungs mannsa, Stéphan (leikinn af Gael Garcia Bernal) sem flytur til Parísar til móður sinnar eftir lát föður síns og fær drepleiðinlega vinnu hjá fyrirtæki sem framleiðir dagatöl. Snemma kynnist hann svo nágrannakonu sinni, Stéphanie (Charlotte Gainsbourg, dóttir Serge) og verður til undarleg vinátta/ástarsamband á milli þeirra. Það sem er þó vandamál Stéphan er það, að hann lifir lífi sínu í draumum sínum og tekst þannig á við vandamál sín. Auk þess á mjög erfitt með að gera greinarmun á milli þessa, hvort hann sé í raun vakandi. Þetta er mjög snjallt stílbragð Gondry, áhorfandi getur aldrei verið viss um hvað er að gerast í raun og veru og hvað er draumur. Þegar í ljós kemur svo að draumurinn er draumur, notar Gondry mikið stop-motion-tækni, svona til að undarstrika draumkenndina - og kemur það mjög vel út. Allskonar saumaðar fígúrur, úrklippur og leir. Myndin er því mikið sjónrænt listaverk - myndatakan til fyrirmyndar og klipping skemmtileg. Myndin er drepfyndin, og er persónan Guy sennilega sú sem ber þá fyrst að nefna - alveg fáránleg týpa. Stéphan er þó dýpri karakter; óöruggur, viðkvæmur, tilfinningaríkur og á einstaklega auðvelt með að koma sér í slæma aðstöðu. Það er marg fleira sem má týna til; sándtrakkið er virkilega flott, handritið vel skrifað (það er á þremur tungumálum og magnað að það skuli ganga upp) og leikurinn góður (þá sérstaklega Gael Garcia sem stendur upp úr í túlkun sinni á sérvitringnum).


Ég mæli eindregið með að fólki kíkji á þessa mynd - án efa besta mynd sem hefur komið í bíó á þessu ári. Lausa við klisjur og leiðindi. Frumlegt og virkilega flott!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei