Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Spider-Man 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil byrja á því að segja að ég hafi ekkert rosalegar væntingar til þessarar myndar þegar ég fór á hana og ég bjó mig undir alveg ágætis hasarmynd en ég verð að segja að vonbrigðin voru gríðarleg. Þessi mynd líður fyrst og fremst fyrir það að í raun er verið að troða tveimur myndum í eina þar sem það eru einfaldlega of margir vondir kallar til að myndin geti spilað sig sem heildstæða sögu. Manni leið næstum því eins og maður væri að horfa á nokkra þætti í röð í einhverri sjónvarpsseríu. Svo er myndin alltof löng fyrir minn smekk, það er allavega of mikið af ládeyðu fyrir minn smekk í þessari mynd sem hefði hæglega mátt klippa út. Dramaatriði sem dregin eru á langinn og leiða til þess að maður fór að líta á neyðarútganginn löngunaraugum. Ekki misskilja mig samt, það er ekki eins og ég hafi eitthvað á móti dramamyndum, þær geta oft verið góðar en ég fór á þessa mynd til að sjá hasarmynd, ekki dramamynd, þar að auki var þetta léleg dramamynd. Það voru einmitt hasaratriðin sem ollu mér vonbrigðum í þessari mynd, það vantaði einhvernveginn alla keyrslu í þau. Þau fóru af stað og lofuðu mörg hver þeirra góðu en svo voru þau allt of stutt og myndin datt niður í ládeyðuna aftur. Mér fannst Spiderman 1 og 2 fínar myndir en þessi er engan veginn í sama flokki og þær. Ástæða þess að ég gef henni þó eina stjörnu er J.K. Simmons í hlutverki ritstjórans brjálaða, hann var eitt af því fáa í þessari mynd sem fékk mig til að hlægja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hot Fuzz
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hérna er komin ný mynd með sömu aðalleikurum og voru í Shaun of the Dead og miðað við það hvernig mér fannst sú mynd vera þá hafði ég miklar væntingar þegar ég fór að sjá þessa og varð ég svo sannarlega alls ekki fyrir vonbrigðum. Hér er á ferðinni hasar/gamanmynd og sem fjallar um hina fullkomnu löggu í London sem er færð til í starfi af öfundsjúkum vinnufélögum sínum. Er hann sendur í lítið rólegt þorp úti á landi en ekki er allt sem sýnist.

Þessi mynd byrjar reyndar svoldið rólega en lætin stigmagnast alltaf þegar á líður. Simon Pegg og Nick Frost sem leika aðalhlutverkin hér sýna snilldartakta eins og svo oft áður og er þessi mynd gott dæmi um það hversu góður breskur húmor er samanborið við t.d. amerískan.

Ég verð að segja að ég hef ekki hlegið jafn mikið í bíó annsi lengi, allavega ekki síðan ég sá Borat á sínum tíma. Mæli hiklaust með þessari mynd fyrir unnendur góðs húmors en verð þó að segja að hún er alls ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei