Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Babel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef bara eitt orð að segja um þessa mynd: Vá. Ég held bara að mér hafi aldrei leiðst jafn mikið í bíó. Þessi mynd fjallar um ekki neitt og það gerist ekki neitt í 2 og hálfan tíma!!!! En jú ef þið viljið fara í bíó og hafið gaman að heimildarmyndum þá fáið þið þarna pakkatilboð. Því mér fannst ég vera horfa á fjórar ólíkar heimildarmyndir, án heimildanna og fróðleiksins sem þær bjóða upp á. Þegar orðinu langdregið er flett upp í orðabók ætti þessi mynd að vera sem útskýring. Öllum söguþræðinum mætti koma til skila í stuttmynd en í staðinn er þetta dregið eins lengi og hægt er, meira að segja endirinn er langdreginn. Þetta eru 2 og hálfur tími sem ég mun aldrei sjá aftur. Gef henni hálfa stjörnu, af því að ég kann ekki við að gefa henni ekki neina stjörnu, þó að ég sjái ekki í augnablikinu neinn ljósan punkt í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Departed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég gef þessari mynd eina stjörnu. Þá stjörnu fær hún fyrir stórkostlegan leik Jack Nicholson. Annars skil ég ekki hvað allir eru að lofsama þessa mynd. Ég fór á þessa mynd með vissar væntingar, hef séð Hong Kong þríleikinn Infernal Affairs sem þessi mynd á að vera inspired of sem Martin Scorsese orðaði svo skemmtilega. Fyrr má nú vera inspired of, ég vissi allan söguþráðinn eins og hann lagði sig og gat sagt fyrir um hvað myndi gerast næst. Öll plotin í myndinni eru stolin úr upprunalegu myndinni sem by the way er ekki einu sinni hægt að líkja saman. Það eru góðar myndir. Leonardo Decaprio og Matt Damon er engan veginn sannfærandi í sínum hlutverkum, vantar allt coolið sem persónur upprunalegu myndarinnar hafa. Já ég leyfi mér að segja upprunalega myndarinnar, þessi mynd er ekkert nema léleg skop stæling á upprunalegu myndinni og færð í bandarískan búning. Ef þessi mynd og Scorsese vinna óskarinn þá missi ég allt álit á þeim verðlaunum, ef menn geta leyft sér að stela hugmyndum annarra og eigna sér heiður fyrir það og hljóta fyrir það viðurkenningu þá er eitthvað að. Meira segja hættið að lesa sem eruð ekki búinn að sjá myndina eða viljið sjá Infernal Affairs eini munurinn á þessari mynd og upprunalegu myndinni er að endirinn er gerður amerískur s.s. vondi kallinn deyr, sem náttúrulega skemmir myndina enn meir þó að ég hélt að slíkt hefði ekki verið mögulegt eftir það sem undan var gengið. Enn ef þið viljið sjá Jack Nicholson fara á kostum endilega horfið á þessa mynd. Alla vega ef þá mæli ég með að ef þið viljið sjá góðar myndir horfið þá á Hong Kong útgáfuna af þríleiknum Infernal Affairs. Ef þið trúið mér ekki horfið þá á þær og horfið svo á Departed og gefið henni svo stjörnugjöf eftir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei