Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Marked for Death
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Marked for death er að mínu mati besta myndin hans Steven Seagal. Hún er með mjög flottum bardagaatriðum og vondu karlarnir eru líka mjög töff. Í myndinni er hann að lumbra á glæpamönnum frá Kingston. Það er líka ekki neitt náttúruverndar bull í þessari Seagal mynd eins og var í þeim sem komu á seinna. Ég mæli eindregið með þessari mynd og ráðlegg öllum að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ronin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ronin er mjög góð mynd, sem skartar úrvalsleikurum og tveir þeirra eru tveir af mínum uppáhaldsleikurum Deniro og Reno. Hasaratriðin eru flott og myndin gerist í Frakklandi sem mér finnst skemmtileg tilbreyting frá Bandaríkjunum. Ráðlegg öllum sem hafa gaman af góðum hasarmyndum og Deniro myndum að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Red Heat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Red Heat er mjög fín mynd. Maður á auðvitað ekki að búast við að það sé verið að brjóta blað í kvikmyndasögunni þegar maður tekur mynd með Schwarzenegger og Belushi. Þess vegna virkar þessi mynd mjög vel. Hún gerir meira að segja ráð fyrir að Arnold geti ekki talað almennilega ensku sem er mjög vel að verki staðið. Flott hasaratriði í henni og þeir ná ágætlega saman. Ég mæli þess vegna með þessari mynd sérstaklega í þynnkunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei