Gagnrýni eftir:
Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég skil ekki þetta hype um þessa mynd, óttalega ómerkileg B-mynd, greinilega haft nóg af pening til að gera flott bardagaatriði, en myndin er langdregin og heimskuleg og skilur nákvæmlega ekkert eftir sig annað en að ég sé eftir áttahundruðkallinum, svo er skelfilega lítið fótapláss í Laugarásbíó sem gerði mig líka fúlan !
Joy Ride
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara á þegar félagi minn dró mig á þessa mynd, þannig að ég bjóst svo sem ekki við neinu, en myndin er alls ekki meira en slök B mynd, þó leikararnir standi sig svo sem ágætlega þá er hún alveg rosalega fyrirsjáanleg allan tíman og svo ótrúlega ódýr í endan, engin flétta eða neitt óvænt sem hefði getað dregið hana upp í að vera meðal B mynd, ef ykkur langar samt til að sjá þessa mynd þá skulið þið bíða og taka hana á videó, það verður stutt í að hún komi á spólu ! Annars af svona myndum þá mæli ég frekar með því að þið takið Breakdown með Kurt Russel, sem er mynd í svipuðum stíl, nema bara miklu betri.
Chuck
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er algjör snild ! Ég sá hana reyndar á videó í USA fyrir ca hálfu ári, Þetta er reyndar mynd sem er ekki auðvelt að lýsa, en svona til þess að gefa einhverja hugmynd um fyrir hverja þessi mynd er, þá má kannski segja að hún sé í flokki með myndum eins og Happiness og Bad boy Bubby. Myndin er um æskufélaga sem leiðir liggja saman hjá eftir margra ára aðskilnað, annar er félagslega brenglaður en hinn er orðin flottur töffari í góðu starfi, myndin lýsir í raun upplifun þeirra beggja er sá brenglaði fer að ofsækja töffarann. Í þessari mynd eru ótrúlega skemmtilegar persónur sem eru túlkaðar á frábæran hátt, mest megnis af fólki sem ekki hefur fegist við kvikmyndaleik áður. Ég mæli með því að þeir sem hafa gaman að öðruvísi myndum sleppi ekki þessari.