Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Scary Movie 4
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hef bara eitt að segja: RUGL! En það fyndið rugl. Þarna er á ferðinni snilldar gamanmynd, en hún er gróf og skopstæling grófra mynda, s.s. War of the Worlds, Saw III og The Villidge. Og þarna er Lessile Nilsen mættur aftur og aldrei ferskari.

Mæli með þessari mynd en ekki fyrir ung börn vegna þess að foreldrarnir gætu þurft að útskýr mörg atriði myndarinnar! Haha!

Gef henni 3 1/2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planes, Trains and Automobiles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð grínmynd en frekar ýkt á köflum. Neal Page (Steve Martin) er á leiðinni frá New York til Chicago yfir Þakkargjörðina en hittir á leiðinni óheillakrákuna sítalandi Del Griffith (John Candy) sem á eftir að tefja mikið fyrir fyrir honum en verða mjög góður vinur Neal og ómissandi á leiðinni heim þótt Neal vilji ekki viðurkenna það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Naked Gun 2 ½: The Smell of Fear
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Annað skotið úr hinn nöktu byssu. Í þessari mynd þaft aðstoðarlögreglustjóri Washington borgar hinn seinheppni Frank Drebin að kljást við útsmogna illmennið Quentin Hapsburg ætlar að sjá til þess að umhverfiðvænar vörur svosem rafmagnsbílar sem þurfa afarlítið rafmagn, ofur einangrandi ofurgler og ljósapera sem tekur aðeins 1/4 af orku sem venjuleg ljósapera notar komist ekki ámarkað. Eins og hin tíbíska ameríska spennumynd endar allt vel og auðvitað ná Jane og Frank aftur saman eftir aðskilnað þeirra frá fyrrir myndinni.

Naked Gun 2 1/2 er ein besta grínmynd sem ég hef lengi séð og ég gef henni fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Stepford Wives
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vægast sagt frábær mynd með hinni frábæru Nicole Kidman. Það athugaverða við þessa mynd er hvernig bland af drama, gríni og spennu blandast saman og út kemur frábær myndi í leikstjórn Frank Oz. Í myndinn leikur Bette Midler rithöfund af sem gjörsamlega neitar að gera gera eitt né neitt á heimili sínu. Þótt að aðrar konur í bænum Stepford séu eins og vinni eins og þrælar fyrir eiginmenn sína kemur í ljós að allar þær konur hafi verið bankastjórar og stórlaxar áður en þær komu til Stepford og margt misjafnt kemur í ljós um ástæðuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei