Gagnrýni eftir:
Myrkrahöfðinginn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myrkrahöfðinginn er snilld. Að mínu mati hefur Hrafn Gunnlaugsson aðeins gert tvær góðar bíómyndir. Þessa og svo gömlu góðu Óðal feðrana. Myndir eins og "Hrafninn flýgur" og "Í skugga Hrafnsins" eru að mínu mati skelfilegar.Vægast sagt mjög vondar. Í Myrkrahöfðingjanum sýnir Hrafn á sér nýja hlið. Hann er vonandi búinn að átta sig á að Víkingamyndirnar hans voru engan vegin að virka. Hilmir Snær sýnir afbragðsleik í myndinni. Hvað ofleik varðar, þá eru allar Íslenskar myndir sem innihalda allavega smávegis ofleik. Eða allavega finnst okkur Íslendingum það sjálfum. Ég mæli algjörlega með Myrkrahöfðingjanum. Þetta er meistaraverk sem mér finnst að hefði átt að vera framlag okkar Íslendinga til Óskarsins.