Gagnrýni eftir:
The Girl Next Door
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The girl next door er svona rómantísk, drama og fyndinn mynd eitthvað í þeim dúr. Hún fjallar um Matt sem er 18 ára og er í Menntaskóla. Hann lifir frekar róglegu lífi og er svona eins og maður kallar mjög góður námsmaður og hann er líka nemandaforseti. En dag einn þegar hann kemur heim úr skólanum þá sér hann að það er einhver að flytja inn í húsið við hliðinn á hans húsi og það er mjög falleg stelpa sem hann fellur kylliflatur fyrir. Þessi stelpa sem heitir Danniel lætur hann gera margt sem hann myndi aldrei gera eins og að skrópa í tíma, synda í sundlauginni sem skólastjórinn á og margt skemmtielgt fleira. Þau verða bæði mjög ástfanginn af hverju öðru. En svo þegar einn vinur Matt sýnir honum klámmynd sem hún leikur í þá verður hann allveg snarklikkaður og ekki ánægður með að hún hefði ekki sagt honum að hún væri ''pornstar''. Matt á sko tvo góða vini sem spila stór hlutverk í myndinni þá Ilans og Klynsi. Ilans er svona brjálaður gaur sem horfir á mikið af klámmyndum en Klynsi er svona róglegur gaur sem vill allra síst konmast í vandræði. En annars eru þeir báðir mjög róglegir strákar sem eru ekkert mikið fyrir að fara í svona rugl partý eins og sumir úr skólanum þeirra. Þegar Matt fer með Danniel á Motel og lítur það út eins og hann ætlar að '' bíbb'' með henni þá líður honum svo illa að hún kemst af því að hann hafi séð myndina hennar og fer hún burt og Matt allveg miður sínn því að Danniel var hætt í þessum bransa en hún byrjar aftur eftir að það slitanr upp úr sambandi henanr og Matts. Fjallar myndin um það þegar Matt reynir að vinna hana aftur á sitt band en það er margt sem spilar fyrir svo sem Kelly sem er svona klámmyndakóngur og er með sitt eigið fyrirtæki í að gera klámmyndir. Sá sem leikur Kelly er Timothy Olyphant og er hann rosa góður leikari og mjög fyndinn gaur. Tónlistin er til fyrirmyndar enda glæsilega tónlist inn á milli í myndinni. Flottir leikar eins og Emile Hirsch og Elisha Cuthbert sem svoleiðis passar 100% í í hlutverk Danniel. Emile Hirsch er líka mjög góður og langar mér að sjá meira af honum í framtíðinni. Chris Marquette er mjög góður sem annar tveggja vinana en hann er Ilans. Það er eigilega ekkert hægt að setja út á leikara val. Vonandi kemur bara The girl next door 2 en maður veit samt ekki hvað hún ætti að vera um en allaveg mjög góð mynd og ég mæli með að menn/konur leigji sér hana. Þetta er svona ekki allveg svona týbísk unglinga mynd þar sem það er mikið að drama atriðum sem er reyndar bara ágætt.