Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



A History of Violence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af þessum myndum sem hélt mér frá 1. mínútu til loka. Ef þú hefur gaman af spennu- glæpa- sálfræðitryllum, þá er algjör skylda að sjá þessa mynd. Rólegu kaflarnir gera mann ekki rólegan því undirtónninn er einn sá kyngimagnaðasti sem ég hef kynnst í mörg ár. Hún fór vel fram úr væntingum.



Rétt er að taka það fram að ég var vel stemmdur fyrir þessa mynd og bara að vita að David Cronenberg væri leikstjóri gefur myndinni ákveðið forskot. Það eru nokkrar vel blóðugar senur í henni sem eru vitnisburður um handbragð Cronenbergs: Einfaldlega sláandi og allt öðruvísi en maður á að venjast, það er gengið lengra (og dýpra).



En þessi mynd er miklu meira en nokkrar blóðugar senur, þær eru meira krydd heldur en innihald myndarinnar, því það er mikið spilað á spennu og óvissu, einnig innbyrðis átök innan fjölskyldu á krossgötum í kjölfar óvæntra atvika. Einn af aðal kostum þessarar myndar er að það er gjörsamlega ómögulegt er að vita hvað gerist næst, einhver sena er kanski í startholunum og maður hugsar já einmitt, ég veit alveg hvað gerist næst... en svo gerist eitthvað allt annað. Þetta er því miður allt of sjaldgæft þessa dagana.



Ég mæli með þessari mynd, hámarkseinkunn fyrir hámarks skemmtanagildi, hún er spennandi, beitt, gáfuleg og ekki laus við góðan húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In Her Shoes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eitt get ég sagt strax, ef þú mundir fara á mynd bara til þess að sjá C. Diaz, þá er þessi algjört möst. Hún er fáklædd alla myndina og hefur hún ekki litið svona vel út í bíómynd síðan hún sló í gegn í Mask. En ég þarf að vara ykkur við að þetta er hreinræktuð stelpumynd um stelpumálefni - vandamál, drama og skór eru áberandi í þessari mynd. Þó þetta hafi verið stelpumynd, þá leiddist mér ekki og eru ágætispunktar í henni. Ég þori ekki að mæla með henni fyrir týpýska stráka þótt ég hafi fílað hana(vonandi fer enginn að borga sig í bíó bara til að horfa á hálfnakta C. Diaz í ca. 2 tíma) en fín fyrir alla sem fíla tilfinningasamt fjölskyldudrama með slatta af gleðistundum.



Semsagt, róleg og tilfinningasöm mynd með góðum húmor líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei