Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Before the Devil Knows You're Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki eyða tíma eða peningum í þessa mynd.
Utan frá hefur þessi mynd allt til að bera. Úrvals leikarar og leikstjóri. En þvílík vonbrigði. Þetta er þriðja flokks fjölskyldudrama með klippingu dauðans. Sáum myndina í Odeon á Leicester Square. Hefðum gengið út, en vorum illa staðsett innarlega á bekk. Sáum að fólk gekk út í hrönnum. Myndin er sett upp með ódýrum kvikmyndatrixum og mjög fyrirsjáanleg með ófrumlegu handriti og virðist unnið af öllum með hangandi hendi.

Ráðlegg öllum að eyða ekki tíma eða peningum í þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík vonbrigði. Ég hafði að vísu heyrt lélega dóma um þessa mynd áður en ég sá hana, en bjóst samt ekki við þessu svona slæmu. Myndin er allt of löng. Leikararnir eru bara þarna og sýna engan stórleik, maður hefur það helst á tilfinningunni að þeir væru að ná sér í auðveldan pening. Tæknileg útfærsla er fín, en það er bara ekki nóg og heldur myndinni ekki uppi. Persónurnar eru illa skapaðar og maður fann ekki til samúðar með neinum, þessi lélegi ástarþríhyrningur var hálf aumkunarverður. Eitt það aumasta í myndinni var hlutverk Cuba Gooding Jr. Hann var settur inn í myndina til að hafa smá Politically Correct negra með. Maður hefur séð það aumt, en þetta var það aumasta sem maður hefur séð í pólitískri rétthugsun. Hvað næst? Það tekur því ekki að ræða um sögufölsunina og bullið sem boðið er upp á í þessari mynd. Það yrði of langt mál. Ég vona að þessi mynd fái enga Óskara næst þegar því dóti verður útdeilt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Licence to Kill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góður Bondari. Dalton skilar sínu hlutverki ágætlega, en mér fannst hann þó aldrei finna sig neitt sérstaklega vel í hlutverkinu (Of drungalegur eiginlega). Aðrir karakterar eru skemmtilegir og valinn góður hópur leikara í sín hlutverk. Fyrir mikla Bond aðdáendur þá tapast með þessari mynd einn af fastakarakterunum hann Felix Leiter, sem í raun hefur elst illa í gegn um myndirnar. Það er líka gaman að sjá Del Toro í hlutverki hjálparkokks vonda mannsins. Greinilegt að manninum var ætlað að verða stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Crimson Rivers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd fyrir þá sem hafa gaman að skemmtilegu plotti, sem er ekki eins og formúlumyndir. Umhverfið, leikurinn og myndatakan eru alveg til fyrirmyndar og gera það að verkum að mynd þessi er vel þess virði að sjá hana. Myndin nær ekki alveg fjórðu stjörnunni fyrir það það eru hnökrar í fléttunni sem sitja í manni eftir myndina. Vill ekki segja hvað það er til að skemma ekki fyrir neinum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
U-571
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessa einu og hálfu stjörnu fær myndin fyrir ágætis afþreyingargildi, en annað er nú ekki gott við hana. Þessi mynd er ódýr og það hefur greinilega víða verið sparað. Leikararnir skila sínu og ekkert meira en það. Að Harvey Keitel hafi lagt nafn sitt við þessa mynd er fyrir neðan hans virðingu. Hann virðist rúmlega þrisvar sinnum eldri en þessi börn sem eru með honum. Sögufölsun er besta lýsingarorðið á þessari mynd. Í fyrsta lagi voru það Bretar, en ekki Bandaríkjamenn sem náðu fyrstu Enigma vélinni, eins og þeir að vísu segja í texta í lok myndarinnar. Í öðru lagi héldu þýskir tundurspillar og freigátur sig við strandir Evrópu á þessu stigi stríðsins og börðust ekki við kafbáta úti á rúmsjó og í þriðja lagi, Þjóðverjar voru ekki með Sónar eða sk. Asdic tæki í seinni heimstyrjöldinni og er alveg fáránlegt að heyra í þeim er Þjóðverjarnir eru að elta þá. Það atriði í myndinni er líka allt of langt. Semsagt ef þú ætlar á þessa mynd farðu þá á hana með því hugarfari að láta hafa ofan af fyrir þér í tvo tíma, en taktu ekki of mikið mark á innihaldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei