Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Cinderella Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er nokkuð góð mynd að öllu leiti nema einu, Renée Zellweger. Við fórum 4 félagarnir á þessa mynd og vorum sammála um að þessi Renée var á góðri leið með að eyðileggja þessa mynd. Hún er sí hvísl-vælandi alla myndina með stút á vörunum að reyna sitt besta að vera áhrifarík leikkona þannig að þegar kom að óskarsenunni með henni þá var hún svo gjörsamlega búin að missa trúverðuleikann að senan varð hálf fyndin fyrir það hvað hún var illa leikin. Annars er þetta topp mynd sem allir aðrir skila vel af sér, sérstakleg Russell Crowe og Paul Giamatti. Ef þeir höfðu fundið betri leikkonu í stað Renée þá væri þetta með betri myndum ársins.

Mínus eina stjarna fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei