Gagnrýni eftir:
Yamakasi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eins og mér finnst myndirnar hans Luc Besson's skemmtilegar, þá varð ég fyrir smá vonbrigðum með þessa. Jújú, atriðin, myndatakan og allt það var flott, en söguþráðurinn var eitthvað svo slappur. Þetta er mynd sem er svona einskonar bara og fjölskyldu spennumynd og er þar alveg vel yfir meðallagi en af spennumynd að vera þá er hún ekkert voða spez. Svo var líka eitt annað sem fór verulega í mínar fínustu. En það var þegar gaurarnir voru að stökkva, en þá kom alltaf svona kviss og húhhh. Annars er hér um að ræða alveg ágæta afþreyingu sem hægt er að fara á ef maður er búinn að sjá allar þær myndir sem eru í bíó og manni langar að sjá, en langar samt í bíó :)
Cats and Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er hreint út sagt vonbrigði ! Ég sá trailerinn og vá, ég varð mjög spenntur þar sem þetta sýndist hin skemmtilegasta mynd, en nei og aftur nei. Þessi atriði sem maður sá í trailernum eru þau einu góðu, því miður. Svo er allt of ofaukið, eins og hundakofinn. Þessi mynd er alveg ömurleg í alla staði en gæti kanski fengið þá sem ekki er búnir að sjá trailerinn til að brosa en annað ekki :(
American Graffiti
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er algjör perla og maður getur horft á hana aftur og aftur. American Graffiti fjallar um hóp ungmenna, á árunum þegar rúnturinn var upp á sitt besta og enginn var maður með mönnum nema að eiga amerískann kagga, sem eru að klára college og að fara að halda í ýmsar áttir, sumir í skóla í burtu og aðrir í skóla í bænum. Það er fylgst með því sem hendir þennan hóp síðasta sólarhringinn og hvernig ástarmál, vinarmál og annað slíkt fléttast saman og enda svo um morgunninn. Þetta meistaraverk er leikstýrt af George nokkrum Lucas (Star Wars) og á myndin að gerast í enda rokktímabilsins. Allt í þessari mynd er perfect, leikur, tónlist og fleira og fleira. Þess má líka geta að Harrison Ford sést aðeins í þessari mynd. Annars er smá svona auka fyrir þá sem finnst gaman að skoða smáatriðin: Tékkið númerið á bílnum sem John Millner á er Thx138. Þess má geta að ein að fyrstu myndum Lucasar hét Thx1138 ! Plús að hljóðkerfið er nefnt eftir þeirri mynd. Annars, frábær mynd sem fær mann til að gleyma tímanum og hugsa um dagana þegar kvartmílan var helgaskemmtunin og Wolfman Jack show var eina útvarpið sem rokkaði :)