Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Over the Hedge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin over the hedge er mynd sem fjallar um þvottabjörn sem verður fyrir því að vera alveg að svelta og ákveður að stelast í vetrarforða björns nokkurs. Það gegnur ekki betur en svo að hann nær að eyðileggja allan matinn.

Björninn hótar honum lífláti ef hann safnaði ekki saman sama mat innan einnar viku.

Þvottabjörninn veit ekki sitt rjúkandi ráð og heldur að lífi hans sé lokið.

En hann kynnist hópi að dýrum sem hann ætlar að láta hjálpa sér við fæðuöflunina, án þess að þau viti til hvers maturinn er.


En mér fannst þessi mynd nokkuð góð og var nú hægt að hlægja að henni.


Ég hvet þá sem ætla að fara á myndina að fara á hana með ensku tali því að raddir persónanna geta varla komið betur út á íslensku heldur en ensku og brandarar erlendrar tungu eiga oft erfitt að passa inn í íslenskt mál.


Ágæt fjölskyldumynd hér á ferð og mæli með henni fyrir fólk frá aldrinum 15 og niður. Síðan er alveg möguleiki að foreldrar geti haft gaman að henni en það er nú persónubundið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Goblet of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Persónulega fannst mér myndin góð í flesta staði. Þar sem myndin var bara tveir og hálfur klukkutími þá þurfti handritshöfundurinn að sleppa miklu. En þó að hann sleppti miklu þá gerði hann það bísna vel. Það voru partar í bókinni sem maður hefði viljað sjá í myndinni. Tölvubrellurnar í myndinni voru býsna góðar þótt að bláskjárinn hafi verið ekkert sérstakur á köflum. Það sést greinilega á leikurunum að þeir eru miklu þroskaðari en í síðustu mynd. Maður tekur sérstaklega eftir Ron því hann er alveg gjör breyttur. Og Emma Watson hefur bara breyst til betra ef eitthvað á að segja um hana. En það sem mér fannst mest pirrandi við myndina er að það var sleppt svo miklu úr þrígaldraleikunum. Hinir keppundurnir fengu ekkert að sjást en í bókunum voru gerð góð skil á þáttöku hinna. Atriðið með Voldmort fannst mér býsna vel gert því þetta var askoti raunverulegt, þótt að maður tók svosem eftir nokkrum göllum sem eiga ekkert að sjást. En það er greinilegt að myndirnar eru farnar að vera drungalegri og þða finnst mér vera bæði kostur og galli. Gallinn við það er sá að litlu krakkarnir sem eru búnir að lesa bækurnar langar að sjá myndinina og ef þessi drungalega hlið fer að aukast þá verða þeir að fara að banna þessar myndir (fyrir börn). Ég sá til dæmis krakkana sem voru þarna á sýningunni litu nokkur undan þegar Voldemort atriði kom. En fyrir þá sem fyla þessu drungalegu hlið þá er þetta bara vel gert og þetta er allt í hófi hjá þeim, semsagt þeir mega ekki ganga of langt. En eins og mér finnst um þessa mynd þá var handritið nokkuð vel skrifað og klippngin ágæt. Leikurinn er farinn að batna og það er mjög gott. Og ég gef þessari mynd fjórar stjörnur af fimm. Ég vona að þessi umfjöllun hafi verið ykkur að gagni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei