Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Moulin Rouge er óumdeilanlega ein allra LEIÐINLEGASTA mynd sem ég hef séð í langan tíma. Ég var nú aldrei sérstaklega spenntur fyrir henni, en margir sem ég hafði talað við fannst myndin frábær. Ég vissi svona nokkurn vegin hvernig mynd þetta er, en það var samt miklu meira um söngatriði en ég bjóst við. Það var ekkert í myndinni sem mér fannst áhugavert (Nicole Kidman er að vísu mjög flott) og myndin snerti mig ekki á neinn hátt. Ég get varla lýst því hvað mér fannst þetta leiðinleg mynd. Ekki það að hún sé eitthvað léleg, langt í frá. Þetta er vel gerð mynd og leikararnir eru góðir, en vegna þess hvað mér leiddist myndin þá get ég ekki gefið nema hálfa stjörnu og ég hefði farið út í hléi ef það hefði ekki þýtt að ég hefði þurft að labba heim í næturfrosti Reykjavíkurborgar. Moulin Rouge á það sameiginlegt með The Avengers að ég vil aldrei sjá þessar myndir aftur. Eitt í lokin: Þetta er ekki bíómynd heldur söngleikur og á því heima í leikhúsi en ekki í kvikmyndahúsi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Silence of the Lambs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilld! Þarf ekki að segja meira. Það eina sem angrar mig núna er að þegar maður er búinn að sjá myndina meira en 7 sinnum, þá veit maður allt plottið og myndin hættir að koma manni á óvart. En er ekki svo með allar myndir? Þeir sem af einhverjum ástæðum hafa ekki séð þessa mynd enn, ættu að verða sér úti um hana, finna stórt sjónvarp og gott hljóðkerfi, slökkva öll ljós og ýta á "play". Það er stranglega bannað að standa upp og fara á klósettið á meðan myndin er. 4 stjörnur... ég gæfi meira ef það væri hægt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Casino
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er EKKI eins góð og af er látið. Joe Pesci er hreinlega leiðinlegur og eyðileggur þessa mynd eins og flestar aðrar sem hann hefur leikið í. Gjörsamlega ofmetin mynd, og tímanum er betur varið í að gera eitthvað annað en að horfa á þessa ræmu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hard Rain
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir 15 mín af rigningu, myrkri og hallærislegum eltingaleik á jet-skíðum inni í skóla, þá leit ég á félaga minn, teygði mig í fjarstýringuna og stoppaði tækið. Við báðir vörpuðum öndinni léttar. Kvöldinu var síðan eytt í að lesa moggann og leggja kapal í tölvunni. Flest er betra en þessi ræma. Hún fær þó eina stjörnu fyrir að hafa verið á vídeó og þess vegna gat ég stoppað hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Avengers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég álpaðist á þessa mynd í bíó var það aðallega til að heyra í nýja hljóðkerfinu sem þá var búið að setja upp í Nýja Bíói á Akureyri. VÁ hvað myndin var léleg, ég hef aldrei verið jafn nálægt því að labba út í hléi, og sé stórlega eftir því að hafa ekki gert það. Myndin nær að skrapa saman í hálfa stjörnu fyrir tvö atriði. Annað er Sean Connery, þótt hann hefði ekki átt að láta narra sig í þessa mynd. Hitt er hljóðið í fjarstýrðu vél-býflugunum sem voru að skjóta á bílinn!!!! samantekt: Hörmung, varist þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei