Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Scary Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg ágætis mynd. Húmorinn vel klikkaður að hætti Wayans bræðra, flest allt fyrir neðan beltisstað og subbulegur þar að auki. Það er gaman að velta fyrir sér hvaða mynd þeir eru að gera grín að í hverju atriði. Samt er erfitt að kyngja myndinni þar sem Scream myndirnar eru nú ákveðin ádeila á "teen" horror myndir seinni ára. En ef maður slekkur á heilanum í eina og hálfa klukkustund þá er þetta alveg fyrirtaks skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anaconda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík leiðindi hefur varla sést. Engin spenna af nokkru ráði. Og leikararnir virðast gera sér grein fyrir því hversu léleg mynd þetta og þeir keppast allir við að ofleika hræðilega. total waste of time (twot)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Micheal Mann er snillingur. Þetta er glæpamynd sem kafar djúpt í líf allra persóna. og þvílíkar persónur, allir leikarnir standa sig með prýði enda er handritið það vel gert að allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Alveg brilljant mynd. Löggu og bófa mynd af bestu gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Aliens
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Langbesta myndin í frábærri seríu, alveg heljar spenna frá upphafi til enda. Ég mæli með því að horfa á special edition útgáfuna, þar sem hún bætir myndina enn meira. Þetta er mynd sem er hægt að horfa á aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei