Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Lucky Number Slevin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ákvað að fara á þessa mynd eftir að hafa lesið þá góðu dóma sem hún hefur fengið hér, á kvikmyndir.is.

Og hún er allgjör snilld.

Í topp 3 yfir bestu myndir sem ég hef séð.

Það voru eingöngu karlmenn búnir að skrifa á undan mér og því ákvað ég bara að segja að þessi mynd höfðar til beggja kynja... og er snilld í alla staði.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Derailed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði ekki séð neinar auglýsingar tengdar myndinni en þær staðreyndir að þetta væri spennutryllir og Jennifer Aniston í henni ákvað ég að slá til.

Í fyrsta lagi, þá er þetta langt því frá að vera spennutrylli að mínu mati. Ég tel spennutrylli vera myndir á borð við The forgotten og Hide and seek. Þessi mynd nær því miður ekki alveg þeim skala, en þó er þetta ágætis mynd til afþreyingar.

En að myndinni. Myndin er mjög lengi að byrja. Í raun gerist ekkert fyrr en eftir miðja mynd. Þá fer fyrst eitthvað að gerast.

Þessi mynd er dálítið fyrirsjáanleg, og er hún lengi að byrja en endirinn veldur því að hún er þess virði til að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Little Trip to Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á myndina í kvöld og var ekki með miklar væntingar eftir að hafa lesið hérna um myndina að hún hefði byrjað vel og svo farið niður á við eftir því sem leið á myndina. Einnig sagði vinur minn við mig að ég myndi líklega ganga út af myndinni. Þannig að væntingar mínar voru nánast engar, nema bara að því leytinu til að Julia Stiles var að leika í myndinni, sem er leikkona sem ég hef alltaf haldið upp á.

En þessi mynd kom mér á óvart. Ég hef aldrei haldið mikið upp á íslenskar myndir, en þessi mynd er án efa ein af þremur bestu íslensku myndum sem ég hef séð. Hinar eru Benjamín dúfa og Þegar djöflaeyjan rís.

Ég ætla ekki að lýsa söguþræði myndarinnar en þessi mynd er ekki fyrirsjáanleg eins og svo margar myndir eru. Hún kom á óvart. Einnig var tónlistin í myndinni hreint og beint snilld.

Þetta er mynd sem maður má ekki missa af, hvort sem þú munt sjá hana í bíó eða á video... Hún er SNILLD!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Fockers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór ásamt tveimur vinkonum mínum á forsýningu myndarinnar í kvöld.

Þar sem lýsingin fyrir ofan gefur svo greinargóða lýsingu á söguþræðinum þá ákvað ég að sleppa því að segja frá honum.

En þessi mynd er tvímælalaust mynd sem er þess virði til að fara á í bíó. Það er sjaldgæft að framhaldsmyndir séu betri en þær fyrri, en þessi mynd er mun betri en sú fyrri, samt var sú mynd (Meet the parents) mjög góð.

Fyrri hluti myndarinnar er þó ekki jafn fyndinn og sá seinni. Ég hef nokkrum sinnum labbað út í hlénu á bíómyndum og í leikhúsum, en þetta er mynd sem maður MÁ ALLS EKKI labba frá í hlénu, því eftir hléið er maður að springa úr hlátri bókstaflega allan tímann.

Þetta er mynd sem þið verðið að sjá.


Ps. fyrsta umfjöllunin mín.. kannski ekki vel gert, en ég fékk þó að segja mitt;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei