Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Natural Born Killers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg hreint agalega frumleg og góð mynd með Woody Harrelson í aðalhlutverki sem stendur sig að vonum alveg meistaralega. Allir leikarar eru að standa sig vel þar á meðal Tommy Lee Jones fyrir hlutverk fangelsisstjórans. Sjáiði þessa!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Being John Malkovich
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er verð ég bara að segja frumlegasta mynd ársins að Fight Club meðtaldri. Allir leikarar standa sig að vonum vel en þvílíkt ímyndunarafl þarf örugglega að skrifa handritið að svona mynd. Hús með hálfri hæð!!!! Snilldar hugmynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Any Given Sunday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessari mynd beið ég með mikilli eftirvæntingu en því miður er hún ekkert sérstök alltof mikið af fótboltaatriðum og handritið slappt. Örugglega ein versta mynd sem snillingurinn hann Oliver Stone hefur gert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Me, Myself and Irene
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er mér alveg óskiljanlegt hvernig hann Jim Carrey fer að því að vera svona góður leikari og geðveikt fyndinn í leiðinni... Ef einhverjir eru mér ósammála um hve góður leikari hann er þá sýndi hann mjög fínan leik í bæði Man On the Moon og The Truman Show. En annars er þetta geðveikt fyndin mynd og hún Renee Swellwegger stendur sig alltaf vel í hvaða hlutverki sem er. Sjáið þessa!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei