Gagnrýni eftir:
The Motorcycle Diaries
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég var dreginn á þessa mynd í gærkvöldi í háskolanum, ég vissi ekkert um myndina nema að þetta fjallar um ferðalag frelsishetjunnar Ernesto Che Guevara og félaga hans á yngri árum áður en hann varð þessi byltingarsinni.
Þetta fjallar í stuttu máli um Che og vin hans sem ætla að ferðast um Suður-Ameríku á mótorhjóli og ætla að enda í Venuzuela á þrítugsafmæli vinars. Lenda þeir í miklum ævintýrum. Ævintýrin sem þeir kappar lenda gætu allt eins komið fyrir þig og mig ef við færum í þessa ferð. hun er mjög raunhæf, fyndin,hly og mannleg. Ég gef myndinni þrjár og hálfa vegna þess að einfaldlega góð og nánast allt er fullkomið með þessa mynd. Hun fékk óskarinn fyrir besta lag en það þótti algjört hneiksli að Banderas var látinn spila lagið á hátíðinni en ekki sá sem spilaði það í myndinni. Hun fékk flest öll Baftaverðlaunin(Bretland) í ár(þar á meðal besta myndin að mig minnir). En sjón er sögu ríkari.
Leikstjóri er Walter Salles á hann að baki myndir eins og Behind the Sun (2001),Central do Brasil(1998),Central station(1998). Aðalleikarinn er ungur maður að nafni Geael Garcia Bernal og á hann að baki myndirnar The Crime of father Amaro(2002),Y tu mamá Tambien(2001),Amores Perros (2000) snildarmynd!!. helstu samleikendur eru Mia Maestro sem lék í Frida (2002) og Rodrigo de la Serna sem ég man ekki eftir að hafa seð í öðrum myndum.