Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Life Aquatic with Steve Zissou
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er ósammála fyrri gagnrýni. Þetta er mynd, sem eins og svo margar aðrar myndir, fjallar um fólk sem er á vendipunkti í lífi sínu. Það sem Wes Anderson gerir snilldarlega hér er að skapa persónur sem hafa allar sína galla, en þola ágætlega galla hvors annars. Steve Zissou þarf að leggja í för án besta vinar síns og eiginkonu, en reynir eftir fremsta megni að bæta upp fyrir það með nýju fólki sem verður með í för.



Myndin er auðvitað um teymi sem framleiðir B-klassa heimildarmyndir og er margt í myndinni unnið í B-klassa stíl, t.a.m. allar neðansjávar tæknibrellur.



Mörgum kann að finnast myndin undarleg, en myndir Wes Andersons hafa mjög einkennilegan húmor og stíl. Mér fannst þessi kímni hinsvegar hitta algjörlega í mark og magnið af lúmskum bröndurum er ótrúlegt. Þessi mynd er snilld, og ég hvet sem flesta til að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei