Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Open Water
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð nú bara að segja að ég var EKKI fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Ég var ekkert viss um að fara á hana í bíó útaf því að hérna eru bara vitleysingar sem eru búnir að skrifa inná og gagngrýna þessa mynd. Mér fannst hún ekkert sérlega vel leikinn eða ekkert sérlega vel tekinn upp, en ef maður spáir aðeins í því þá eyddu þessu þessir lærðu kafarar 120 klukkustundir í sjónum með einhverjum hákörlum og ekki var eitt einasta tæknibrelluatriði. Mér fannst þetta sorgleg mynd og þá sérstaklega hvernig hún endaði. Ég er kannski eitthvað crazy en mér fannst þetta bara helvíti góð mynd og hún situr svolítið í mér, því þetta gæti komið fyrir hvern sem er. Allar svona sannsögulegar myndir eru hreinlega bestu myndirnar!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Be Cool
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er algjör snilldarmynd og mæli ég eindregið með því að fólk sjái hana. Dwayne Johnson átti gjörsamlega þessa mynd því hann hefur leikið í Scorpion King og The Rundown og hann hefur alltaf leikið þennan harða töffara svona svipaður og Vin Disel týpa. En í þessari mynd var hann bestur og ég gat hlegið mikið af honum. En þetta er bara mögnuð mynd með góðum leikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Danny the Dog
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd ekki með miklar eftirvæntingar vegna þessa að mér finnst Jet Li ekki skemmtilegasti leikarinn í bransanum þessa daganna. Hún hefur kosti og galla, stundum er hún fyndinn, spennandi, alltof væmin, langdregin og stundum flott bardagaatriði. En ég mæli með því að fólk sjái þessa mynd því hún er mjög spes. Ég gef henni 2 1/2 og á hún það alveg skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ring Two
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja það að ég fór á þessa mynd með pínu eftirvæntingar, útaf því að mér fannst fyrsta myndin svo ótrúlega góð. Mér fannst söguþráðurinn stundum alveg glataður í myndinni og það komu oft asnalega leiðinleg atriði inní sem gerði myndina leiðinlega. En svo komu þessi atriði sem voru jú helvíti góð og flott, og má ég nefna að Michael Jackson leikur aukahlutverk í myndinni....hann leikur konunna á geðveikrar hælinu. Það fékk mig til að hlægja!! Ég veit samt ekki hvað ég þarf að segja mér það oft að fara ekki á myndir sem er númer 2 því þær eru yfirleitt lélegri heldur en fyrsta myndin. Ég gef henni tvær stjörnur sem er full mikið meira segja að mínu mati....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
White Noise
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd í gær og vissi eiginlega ekkert hvað ég var að fara á. Ég var í gríðalegum vonbrigðum í byrjun því ég hélt að þessi mynd ætlaði bara vera í mjúku hliðunum allan tíman. En svo bara varð myndin ótrúlega góð eitthvað og komu svona creapy atriði sem ég ætla ekkert að fara útí. Ég mæli með að fólk fari á þessa mynd því hún kemur manni svolítið á óvart og maður pælir mikið í henni þegar henni líkur, hvort þetta sé alveg satt og hvort það sé hreinlega eitthvað til í þessu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Grudge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með vinum mínum og ég vissi eiginlega ekkert á hvaða mynd ég var að fara. Eina sem ég vissi að þetta var einhver hryllingsmynd. Ég er rosalega mikið fyrir hryllingsmyndir og ég get ekki sagt annað en að þetta er ógeðslegasta mynd sem ég hef séð. Ég var virkilega hræddur í bíóinu og ég ætla ekkert að ljúga af því :-D En ég mæli alveg hiklaust með henni og maður verður að fylgjast rosalega vel með henni því hún er pínu ruglingsleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei