Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Shutter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd þá bjóst við kannski smá spennu eins og var í Ring og Grudge. En þessi mynd nær engum dampi alla myndina og er ekkert spennandi. Lélegur leikur,handrit og allt saman er glatað við hana. Þessi mynd á að fara beint á DvD en ekki að vera eyða tíma manns í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
TMNT
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Turtles eða Teenage Mutant Ninja Turtles. Ég er gamall aðdándi turtles og ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar ég horfði á hana. Þegar ég vissi að hún væri teiknuð var ég ánægður því að mér fannst þættirnir mun betri en gömlu leiknu myndirnar.

Mér finnst þeir sem gera myndina líka nálgast persónurnar mjög vel eins og er í sögunum. Sérstaklega samband Leonardo og Rafhael sem er mjög styrrt eins og er í bókunum.Mæli með þessari mynd fyrir aðdáendur Turtles.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Super Ex-Girlfriend
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessu mynd fjallar um mann(Luke Wilson)sem fellur fyrir konu(Uma Thurman) sem vill svo til að sé ofurhetja.Þegar hann hættir með henni fer sprenghlægileg atburðarás stað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.Ég bjóst ekki við miklu af þessari mynd en hún kom mér skemmtilega á óvart svo eru margir góðir leikarar í aukahlutverkum sem skila sínu vel. 3 stjörnur!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Firewall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harrison Ford klikkar ekki, mæli með þessari fyrir aðdáendur hans. Myndin fjallar um bankastarfsmann sem lendir í því að maður rænir fjölskyldu hans og kúgar hann um að láta bankann millifæra 100 mill dollara inn á sig. Paul Bettany er góður sem aðal vondi kallinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Little Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Wayans bræðra og þeir klikka ekki núna. Myndin fjallar ræningja sem er pínkulítill og stelur hann rándýrum demanti og lendir síðan í því að þurfa að dulbúast sem lítið barn hjá ungu pari og snargeðveikum pabba stelpunnar. Ég hló mig máttlausan mæli eindregið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miami Vice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég borgaði mig inn á þessa mynd bjóst við einhverri spennu eða eitthvað á þá áttina en ég varð fyrir geðveikum vonbrigðum. Þessi mynd er handónýt full af hallærislegum setningum, lélegri myndatöku og ömurlegu handriti.Colin Farell og Jamie Foxx eru heldur betur að skíta upp á bak í þessari mynd. Michael Mann hefur gert margar góðar myndir en hann er með félögum í skíta aldeilis upp á bak.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stay Alive
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vanalega þegar ég fer á hrollvekjur þá er ég að skíta á mig og öskra eins og smástelpa, en ekki í þetta skipti mér brá varla yfir þessari drullupussu ræmu. Þessi mynd hefði átt að fara beint í ruslið eða flettirekkann á næstu videóleigu!!!Forðist hana eins og heitan eldinn!!!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Walk the Line
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er mikill Johnny Cash aðdáandi og ég get sagt ykkur að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon er stórkostleg í sýnum hlutverkum og ná að fanga persónur gjörsamlega.Þessi mynd prýðir allt sem góð mynd þarf stórkostlegur leikur, æðisleg tónlist, frábær myndataka og bulletproof handrit. Mæli eindregið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Click
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Adam Sandler getur eiginlega ekki stígið feilspor í dag í gerð gamanmynda.Hann klikkar ekki núna mæli eindregið með þessari mynd.Góðir leikarar og fínt handrit gera góða skemmtun svona í rigningu sem er búin að vera!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
X-Men: The Last Stand
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er sucker fyrir ofurhetjumyndum og þessi klikkar ekki.Mæli eindregið með henni!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Da Vinci Code
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

1.Þegar maður les bókina þá getur maður ekki hætt að lesa hana,það er ekki hægt að leggja hana frá sér en myndin maður getur ekki beðið eftir að hún sé búin.

2.Bókin heldur manni spenntum frá fyrstu blaðsíðu en myndin nær engan veginn mynda einhverja spennu.

3.Í bókinni eru gerð góð skil fyrir persónunum en það var frekar dauft í myndinni.

Tom Hanks nær engan veginn að gera persónu sýna trúverðuga,Jean Reno er á agætur sem löggan,Audrey Tautou sýnir miðlungs leik,Alfred Molina sömuleiðis einu leikarnir sem geta eitthvað er Paul Bettany sem sýnir hversu þjáður hann er ekki illskan uppmáluð og Sir Ian McKellan er alltaf traustur sama hvað hann tekur sér undir hendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Omen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þetta er ekki einhver versta endurgerð af mynd sem ég hef séð þá veit ég ekki hvað!!!Glataðir leikarar,glatað handrit það er glatað við þessa mynd...brenna hana!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Poseidon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst nú ekki við miklu af þessari mynd,en hún kom mér skemmtilega á óvart,Hún er nefnilega ekki of löng eins oft á til með myndir af þessu tagi.Kurt Russell er farin að síga á efri árin en hinir leikarnir standa sig mjög vel.Er smá fyrirsjánleg en eru ekki allir stórslysamyndir það!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lord of War
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nicholas Cage sýnir hér hversu góður leikari hann er, hann fer á kostum sem hinn eitursnjalli vopnasali Yuri Orlov. Jared Leto sýnir hér snilldar leik sem bróðir hans og Ethan Hawke getur varla stígið feilspor í dag. Mæli eindregið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The SpongeBob SquarePants Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd var ég bara búin að heyra um þættina á Mtv þannig að ég vissi ekki við hverju ég átti að búast.Svo byrjaði líka þessi mesta sýrutripps mynd sem ég hef séð og ég get svarið það að ég hló allan tímann. Spongebob ég er aðdáandi þinn!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei