Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The School of Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég tók þessa mynd á myndbandaleigu fyrr í september og var hún mun betri en ég gerði ráð fyrir. Jack Black er hreint út sagt galdramaður og alveg ótrúlegt hvernig hann fer með þetta hlutverk. En það er einmitt hann, Jack Black sem fer með aðalhlutverkið í þessari mynd og leikur hann gítarleikara að nafni Dewey Finn, sem þráir eitt það heitast að slá í gegn sem tónlistarmaður. Hann er í hljómsveit sem er frekar óvinsæl og endar það með því að Dewey Finn er rekinn úr henni. Hann er atvinnulaus, á ekki pening fyrir húsleigunni sinni og ung kærustupör sem eiga þessa íbúð vilja ekkert með hann hafa vegna þess að hann borgar aldrei leiguna.


Dag einn hringir síminn og er verið að bjóða manninum sem á þessa íbúð að vera afleysingarkennari. Það vill svo ‘óheppilega’ til að Dewey Finn svarar og fær þá hugmynd að þykjast vera maðurinn sem á þessa íbúð og taka við stöðu afleysingarkennara til að fá vinnu. Og þetta bragð heppnast og er hann skyndilega kominn með vinnu sem afleysingarkennari undir fölsku nafni til að geta borgað leiguna. Tvo fyrstu dagana vill hann ekkert hafa með krakkana og situr á stólnum sínum með fótana upp á borði og gerir ekki neitt. En það er ekki fyrr en hann sér krakkana spila í tónmenntastofunni fer hann eitthvað að kenna. Hann ákveður að búa til skólahljómsveit og taka þátt í hljómsveitarkeppni sem átti að vera haldin. Það reynist þrautin þyngri þegar að ...


Ég ætla ekki að segja meira en allavega mæli ég með þessari mynd fyrir þá sem eiga eftir að sjá hana. Ég gaf henni fjórar stjörnur af fjórum, enda er hún uppáhaldskvikmyndin mín. :)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei