Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil byrja á að segja: AF HVERJU KOM ÞESSI MYND EKKI Í BÍÓ!?!? Ég skil það ekki. Þessi mynd er ein besta mynd sem ég hef séð lengi og fjallar um tvo bræður af írskum uppruna sem lenda fyrir barðinu á mafiunni. Allt þeirra líf snýst um eitt: löginn eins og þeir sjá þau. Ef þú lesandi góður hefur lesið THE PUNISHER comic blöðin geturðu ábyggilega líkt þessari mynd við þau, því þeir eru svokallaðir freelance cops því þeir útrýma öllu illu í stað þess að koma þeim í fangelsi. Þeir bræður halda í trúnna sama hvað þeir eru að gera. Myndin er ógeðslega flott tekinn og vel gerð í alla staði einnig er frábær leikur í henni. Þessa mynd verður þú að sjá ef þú fílaðir PULP FICTION því þetta er geðveik mynd allavega að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Iceman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er svosem fín en ekkert meistarastykki. Hún fjallar um menn sem finna steinaldarmann og setja hann í einskonar man cage eða búr fyrir menn, búrið er svo látið líkjast fyrri heimkynum hans og hafður til sýnis þangað til að mennirnir vorkenna honum. Ég get ekki sagt neitt betra um hana því í mínum augum er hún ekki betri, það er auðvitað hægt að hrósa henni bak og fyrir en ég læt ykkur um það. Ágætis mynd með fínum leikurum, alveg þess virði til að glápa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei