Gagnrýni eftir:
The Ladykillers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég held ég hafi aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð jafnleiðinlega myndi. Meira að segja Barb Wire með Pamelu Anderson var skárri og þá er nú fokið í flest skjól. Þar gekk ég út í hléi, en í þessari bíóferð gat ég ekki gengið út þar sem ég sofnaði af leiðindum. Fórum við fjögur saman á myndina og tókst einum að halda sér vakandi. Persónurnar voru alveg afspyrnuleiðinlegar og myndin sömuleiðis. Gef þessari mynd algera falleinkunn.